Íbúðarhús og geymsla

  • Eigandi: Skógræktin
  • Sveitarfélag: Skorradalshreppur
  • Byggingarár: 1924

Lýsing: Bæjarstæðið að Stóru-Drageyri er undir brekkum austarlega á eyri sem myndaðist úr árframburði Dragárinnar en hún rennur í Skorradalsvatnið spölkorn frá bænum. Að fornu mati var jörðin talin 12 hundruð og tilheyrði Hvanneyrarkirkju. Undirlendi er lítið en mýrardrög eru á stöku stað, annars valllendisbalar og móar og holt á milli. Stóra-Drageyri á land að Litlu-Drageyri, Haga og á móti Draghálsi í suðri. Ekki hefur verið búið á jörðinni síðan 1966 en hluti af túnum hefur verið sleginn og hestamannafélagið Fákur í Reykjavík hefur haft afnot af hluta jarðarinnar til áningahólfs og beitar. Byggingar Skógræktarinnar á Stóru-Drageyri eru ekki notaðar í þágu skógræktar og eru lélegar eða ónýtar. Ástæða er til að þær verði fjarlægðar.