Félög og samtök í skógrækt skiptast í þrjá meginflokka:

Landssamtök skógareigenda

Auk skógræktarfélaganna ræktar umtalsverður fjöldi bænda um allt land skóga og starfrækja þeir Landssamtök skógareigenda. Skógarbændur rækta skóga á sínum bújörðum í atvinnuskyni og stunda skógrækt til ýmissa nota, s.s. til viðarframleiðslu, vegna ferðaþjónustu, útivistar eða landgræðslu. 

Skógræktarfélög

Margir garð-, sumarbústaðar- og jarðeigendur stunda skógrækt án sérstakrar félagsþátttöku en flestir, rúmlega 7.000 manns, eru meðlimir þeirra ríflega sextíu skógræktarfélaga sem starfrækt eru víða um land.

Skógfræðingafélag Íslands

Markmið félagsins er að efla samheldni skógfræðinga í því skyni að bæta aðstöðu þeirra faglega og félagslega. Unnið er að markmiðum félagsins bæði beint af því sjálfu en einnig með þátttöku í Félagi íslenskra náttúrufræðinga og/eða öðrum samtökum. Félagið mun leggja áherslu á að félagsmönnum sé búin viðunandi starfsaðstaða, sérstaklega þegar ný störf koma til. Félagið mun leitast við að aðstoða þá sem hafa áhuga á því að mennta sig í skógfræðitengdu námi.