Hér er að finna helstu þjóðskóga á Vesturlandi sem áhugavert er að heimsækja. Aðstaða fyrir gesti er mjög misjöfn í skógunum, allt frá villtu skóglendi með engum mannvirkjum eða aðstöðu upp í skipulögð nytjaskógasvæði eða útivistarsvæði með stígum, leiksvæðum, snyrtingum, eldaskálum og jafnvel tjaldsvæðum svo nokkuð sé nefnt.