Sorbus aria

Hæð: Lítið eða meðalstórt tré, 4-6 m hérlendis

Vaxtarlag: Yfirleitt þétt með hvelfdri krónu, aðalgreinar meira og minna uppréttar og stinnar

Vaxtarhraði: Fremur hægur

Landshluti: Víða um land

Sérkröfur: Þarf kalkríkan sendinn og vel framræstan, hlýjan jarðveg og sólríkan stað

Styrkleikar: Blóm, djúpfagurrauð ber, gulir haustlitir

Veikleikar: Fremur hægur vöxtur, viðkvæmur, kröfuharður, lítil reynsla hérlendis

Athugasemdir: Meðalharðger-harðger, ekki mjög algengur en til í nokkrum gömlum görðum hérlendis þar sem hann hefur vaxið áratugum saman. Þarf kalkríkan, sendinn og vel framræstan, hlýjan jarðveg og sólríkan stað til að þrífast sem skyldi. Sumt af því sem talið hefur verið seljureynir hérlendis er í raun alpareynir.