Gróðursett hefur verið í um 160 hektara í land Kirkjubóls og 7 km af skjólbeltum. Ljósmynd: Guðmundur SigurðssonKirkjuból í Hvítársíðu Borgarbyggð er skógræktarjörð frá árinu 2004. Þar ræktar Ragnar Sigurðsson skóg og hér sést yfirlitsmynd af skógræktarlandi hans ásamt bæjarhúsunum.

Skipulagðir voru 290 hektarar undir skógræktina og nú hafa verið gróðursettar vel yfir 386 þúsund plöntur í um 160 hektara. Mest er af stafafuru en litlu minna af lerki og sitkagreni. Um tíundi hluti er aðrar tegundir.

Skógræktarsvæðið er nokkuð vel gróið fjalllendi en jörðin er við bakka Hvítár.

Túnin eru nytjuð og njóta skjóls af um 7 km löngum skjólbeltum.

Ragnar Sigurðsson, skógarbóndi og smiður að Kirkjubóli. Ljósmynd: Guðmundur SigurðssonSkógar­nytjar eru hafnar því Ragnar selur jólatré úr skóginum, stafafuru. Fjósi og hlöðu á Kirkjubóli hefur verið breytt í hótel sem heitir Á.

Ragnar er smiður og smíðar sumarhús sem hann selur vítt og breitt.