Um leið og líður að lokum Skógræktarinnar marka áramótin 2023-2024 nýtt upphaf skógræktar á Íslandi. Fyrsta janúar verður til ný stofnun, Land og skógur, og þar með verða á ný sameinuð þau verkefni sem heyrðu undir embætti skógræktarstjóra á árunum 1908-1914.
Skíðagöngubrautir hafa verið troðnar í Haukadalsskógi frá því fyrir jól og hefur skíðagöngufólk tekið þeim fagnandi. Útlit er fyrir gott færi næstu daga og nægur snjór er í skóginum.
Talið er að rúmlega þrjú þúsund manns hafi sótt jólamarkaðinn Jólaköttinn á Héraði nú á aðventunni. Meðal annars komu gestir bæði frá Akureyri og Hornafirði en til sölu voru margvíslegar vörur frá um fimmtíu aðilum.
Íslensk stafafura er á svipuðu verði hér á landi og þinsjólatré beint frá býli á Bretlandi og í sveitahéruðum í austanverðum Bandaríkjunum. Innfluttur nordmannsþinur frá Danmörku virðist álíka dýr hér á landi og í Danmörku og ódýrari en glæsiþinur og degli í Bandaríkjunum. Hvernig getur þetta gerst í landi þar sem meginhluti trjánna er innfluttur, flutningskostnaður verulegur, markaðurinn lítill og fákeppni í sölunni? Þorbergur Hjalti Jónsson, sérfræðingur í skógarhagfræði hjá Skógræktinni, kannaði jólatrjáamarkaðinn hér og í nágrannalöndunum austan hafs og vestan.
Skógarauðlindin - innviðir og skipulag verður þema Fagráðstefnu skógræktar sem fram fer í Hofi á Akureyri dagana 20.-21. mars 2024. Auglýst verður eftir fyrirlestrum og veggspjöldum í byrjun árs.