Á alþjóðlegum degi skóga á fimmtudaginn var, 21. mars, afgreiddi umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis til annarrar umræðu frumvarp til laga um skóga og skógrækt. Annar varaformaður nefndarinnar telur mikilvægt að loftslagsaðgerðir sem flétta saman mörg markmið, s.s. skógrækt, gróður- og jarðvegsvernd og sjálfbærar nytjar, skuli hafa forgang.
Húsgagnalína úr íslenskum viði verður frumsýnd á Hönnunarmars 28.-31. þessa mánaðar. Samhliða verður gefin út samnefnd bók „Skógarnytjar“. Með verkefninu er lagður grunnur að nýrri viðarmenningu sem stuðlar að sjálfbærri nýtingu nýrrar auðlindar. Jafnframt er miðlað upplýsingum um framtíðarmöguleika.
Gott er að fá jákvæð skilaboð um það sem hægt er að gera til að hamla gegn loftslagsbreytingum. Eitt af því sem hægt er að gera er að rækta meiri skóg. Þetta segir í leiðara Laufblaðsins, fréttabréfs Skógræktarfélags Íslands sem nýkomið er út.
Í tengslum við þemadag Nordgen sem var liður í Fagráðstefnu skógræktar á Akureyri 2018 var útbúið myndband um starfsemi skógasviðs Nordgen. Meðal annars var sagt þar frá ræktun lerkiblendingsins Hryms sem fram fer í Fræhöll Skógræktarinnar á Vöglum Fnjóskadal. Frævun hófst þar einmitt í dag á alþjóðlegum degi skóga.
Alþjóðlegur dagur skóga er í dag, 21. mars. Sameinuðu þjóðirnar helga daginn fræðslu að þessu sinni með yfirskriftinni „lærið að unna skógum“.