Hvernig skiptist flatarmál, kolefnisbinding og kolefnisforði á milli trjátegunda í ræktuðum skógum á Íslandi?
Verið er að vinna spá um bindingu ræktaðra skóga og náttúrulegra birkiskóga á Íslandi. Hluti af þeirri vinnu felst í að greina ríkjandi trjátegundir í ræktuðum skógum, flatarmál og aldur þeirra, kolefnisbindingu og kolefnisforða. Þannig er hægt að framreikna bindingu í trjágróðri í ræktuðum skógum. Gögnin sem byggt er á eru úr landsskógarúttekt ræktaðra skóga frá árunum 2018 til 2022 en á þeim árum voru mældir 1.002 mælifletir í úrtaksmælineti Íslenskrar skógarúttektar.
26.01.2023