Skráning er hafin á fagráðstefnu skógræktar sem haldin verður á Hótel Geysi í Haukadal 29.-30. mars undir yfirskriftinni Skógrækt 2030 – Græn ábyrg framtíð. Erindi og umræður um þema ráðstefnunnar fara fram fyrri daginn en þann seinni verða flutt fjölbreytt erindi og sýnd veggspjöld um skógrækt, skógarnytjar, nýjustu rannsóknir og margt fleira.
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið óskar eftir tilnefningum um fyrirtæki eða stofnun, sem vegna verka sinna og athafna á síðasta ári eru þess verðug að hljóta umhverfisviðurkenninguna Kuðunginn fyrir árið 2021. Kuðungurinn verður afhentur i tengslum við dag umhverfisins.
Skógræktarráðgjafa vantar nú til starfa á Vesturlandi, Norðurlandi og Austurlandi. Þessar þrjár stöður eru nú auglýstar lausar til umsóknar á Starfatorgi. Umsóknarfrestur er til 15. mars.
Skógræktin hefur gefið út myndband í samvinnu við HealGenCar og SNS þar sem fjallað er um tilraunir með ýmis kvæmi skógarfuru með tilliti til þess hversu mikið mótstöðuafl þær hafa fyrir furulús. Í ljós kemur að afkomendur þeirra fáu trjáa sem lifðu af lúsafaraldurinn á seinni hluta síðustu aldar verða síst fyrir barðinu á lúsinni.
Hópar sjálfboðaliða sem munu starfa að viðhalds- og uppbyggingarstarfi á Þórsmörk og nágrenni í sumar hafa nú að mestu verið skipaðir. Þátttakendur koma nú frá 18 löndum og hefja fyrstu hóparnir störf í maí. Bætt var við hópum vegna mikillar aðsóknar mjög hæfra umsækjenda.