Hönnuðir hjá fyrirtækinu Límtré-Vírneti sem vinna að tilraunum með framleiðslu byggingareininga úr íslensku timbri sjá fyrir sér að hægt verði að hefja blómlegan timburiðnað á Íslandi á næstu árum og áratugum. Fjallað var um timburháhýsi og íslenskt límtré í Samfélaginu á Rás 1 í síðustu viku.
Önnur sending af trjáplöntum frá gróðrarstöðinni Sólskógum barst sunnlenskum skógarbændum í gær þegar flutningabíll með fullfermi frá fyrirtækinu var affermdur á Suðurlandi. Einnig eru hafnir plöntuflutningar frá gróðrarstöðinni Kvistum í Biskupstungum og um helgina fer stærsta sending að Hallormsstað sem Sólskógar hafa sent frá sér.
Samræmd löggjöf um skóga og skógrækt sem samþykkt var á Alþingi í morgun leysir af hólmi lög sem að stofni til voru frá árinu 1955. Ýmis nýmæli eru í nýju lögunum. Til dæmis fær hugtakið þjóðskógar lagalegt gildi og Skógræktin fær lögbundið hlutverk í loftslagsmálum.
Umhverfis- og auðlindaráðherra hefur útnefnt nemendur í Ártúnsskóla í Reykjavík varðliða umhverfisins 2019 ásamt nemendum úr Valhúsaskóla á Seltjarnarnesi. Ártúnsskóli hefur nýtt grenndarskóg sinn til útikennslu á eftirbreytniverðan hátt og nýlega komu nemendur skólans fram í myndskeiðum sem unnin voru í samstarfi við Skógræktina og Krakkarúv í tilefni af alþjólegum degi skóga.
Endurmenntun Landbúnaðarháskóla Íslands býður dagsnámskeið í maí þar sem farið verður yfir það hvaða áætlanir eru háðar umhverfismati áætlana og hvaða ferli slíkar áætlanir skuli fylgja. Jafnframt verður farið yfir innihald umhverfisskýrslna sem fylgja slíkum áætlunum.