Fagráðstefna skógræktar – skráning og dagskrá
Skráning er hafin á fagráðstefnu skógræktar sem haldin verður á Hótel Geysi í Haukadal 29.-30. mars undir yfirskriftinni Skógrækt 2030 – Græn ábyrg framtíð. Erindi og umræður um þema ráðstefnunnar fara fram fyrri daginn en þann seinni verða flutt fjölbreytt erindi og sýnd veggspjöld um skógrækt, skógarnytjar, nýjustu rannsóknir og margt fleira.
03.03.2022