Halldór Þorgeirsson, formaður Loftslagsráðs, sagði í þættinum Loftslagsþerapíunni á Rás 1 að skógrækt væri mjög merkileg leið til að bregðast við loftslagsbreytingum, bæði vegna þess að hún bindur kolefni en líka vegna þess að hún eykur viðnámsþol gagnvart þurrkum og aftakaveðri. Hann nefnir risastór skógræktarmarkmið Eþíópíubúa sem dæmi um þær náttúrulausnir sem nú eru að fara í gang.
TreememberMe býður nýjung í kolefnisbindingu með þátttöku í skógrækt. Notendur Dohop-flugleitarvélarinnar geta nú keypt tré með hjálp TreememberMe til mótvægis við þá losun sem hlýst af ferðalaginu. Trén verða gróðursett í þjóðskógunum þar sem þau binda kolefnið.
Skógræktin óskar eftir að ráða skógræktarráðgjafa vegna bændaskógræktar á Austurlandi. Leitað er að öflugum einstaklingi sem er tilbúinn til að takast á við umfangsmikil verkefni í krefjandi og breytilegu umhverfi. Umsóknarfrestur er til 25. nóvember.
Frumniðurstöður rannsóknar bandaríska vistfræðingsins Dennis A Riege benda ekki til þess að trjátegundir sem notaðar eru í nytjaskógrækt á Íslandi séu ágengar. Þær dreifa sér hægt út fyrir skógræktarsvæði og einkum á rofið land en ná sér ekki á strik þar sem gróður er þéttur. Dennis segir íslenska birkið mun duglegra að dreifa sér en stafafura geti mögulega hjálpað birkinu að nema ný lönd með skjólinu sem hún veitir og jarðvegsbætandi eiginleikum.
Auðvitað er enginn áhugi fyrir því að skógrækt skaði fuglastofna eða annað í lífríkinu. Auðvitað ekki! Auðvitað tökum við hjá Skógræktinni tillit til umhverfis- og verndarþátta þegar við skipuleggjum skógrækt. Auðvitað! Þröstur Eysteinsson skógræktarstjóri skrifar grein í Morgunblaðið í dag og svarar rangfærslum sem tveir kunnir náttúrufræðingar settu fram á Líffræðiráðstefnunni 2019 sem haldin var nýverið.