Í sjöunda þætti þáttaraðarinnar Grúskað í garðinum ræðir Guðríður Helgadóttir við Eddu Sigurdísi Oddsdóttur skógvistfræðing um meindýr og sjúkdóma í plöntum. Þátturinn er á dagskrá Rásar 1 kl. 9.05 á laugardag, 31. maí.
Þar sem áður var gróðurlaus eyðimörk í sunnanverðu Ísrael vex nú þéttur skógur. Takmarkað regnvatnið er fangað með sérstökum aðferðum til að trén geti þrifist. Stærsti skógur Ísraels er ræktaður skógur í Negev-eyðimörkinni
Skógræktarfólk af Austurlandi upplifði ótrúlega sjón í fjörum á vesturströnd Norður-Ameríku í ferðalagi um skógarsvæði þar vestra á liðnu hausti. Allt er stórt í Ameríku, er stundum sagt og það gildir sannarlega um rekaviðinn líka.
Brynhildur Bjarnadóttir, doktor í skógvistfræði og lektor við Háskólann á Akureyri, sagði frá rannsóknarverkefninu Mýrvið í spjalli við Leif Hauksson í þættinum Sjónmáli á Rás 1.
Óvenjumikið er af brotnum trjám í Kjarnaskógi eftir veturinn sem var mildur og snjór gjarnan blautur. Í sumar verður meðal annars komið upp nýju leiksvæði með grillhúsi í skóginum.