Hvar skyldi nú hæsta jólatréð verða fellt í ár? Undanfarnar vikur hafa torgtré og heimilistré verið felld í skógum Skógræktar ríkisins og þau eru farin að prýða götur og torg um allt land. Hæsta tréð í ár kemur reyndar úr heimilisgarði á Egilsstöðum, 47 ára tré sem stendur í miðbænum á Egilsstöðum. En margt er fallegt, stærra sem smærra, sem Skógræktin afhendir viðskiptavinum sínum fyrir þessi jól. Hér eru fregnir frá skógarvörðunum um verkefnin þessa dagana.
Í Kootenay-þjóðgarðinum í Klettafjöllunum í suðaustanverðri Bresku-Kólumbíu eru vegsummerki eftir gríðarlegan skógareld. Hann átti sér stað árið 2003 og brunnu þá 17.000 hektarar skóga, en það er sambærilegt við um helming allra gróðursettra skóga á Íslandi. Það voru einkum stafafuruskógar sem urðu eldinum að bráð en einnig blágreni- og fjallaþinsskógar ofar í fjallshlíðunum.
Í nýrri skýrslu sem kallast Borgarskógrækt - skógrækt í Reykjavík er lagður grundvöllur að stefnu borgarinnar í skógræktarmálum. Skýrslan er samantekt starfshóps á vegum Skógræktarfélags Reykjavíkur fyrir greinargerð með aðalskipulagi borgarinnar 2010-2030.
Jafnvel þótt mörgum þyki árangur loftslagsráðstefnunnar í Varsjá í Póllandi heldur lítill er vert að fagna samkomulagi sem þar náðist um að vernda skóglendi í heiminum. Í vikunni ákváðu Noregur, Bretland og Bandaríkin líka að leggja talsverða fjármuni í sjóð sem vinna á gegn eyðingu regnskóga og hvetja til skógræktar. 
Margt mælir með því að við Íslendingar reynum að verða sjálfum okkur nóg um jólatré. Það sparar auðvitað gjaldeyri en eflir líka skógrækt á Íslandi. Hreinn Óskarsson, skógarvörður á Suðurlandi, skrifar um jólatré og fer meðal annars yfir hvað hægt er að gera til að jólatrén haldi sér vel inni í stofu og felli síður barrið.