Fjörutíu manns tóku þátt í vikulangri vinnusmiðju TreProX-verkefnisins sem fram fór í október á liðnu hausti. Viðfangsefnið var viðargæði og viðmið um viðarflokkun sem og aðferðir sem notaðar eru til að hámarka gæði timburs í skógrækt. Út er komið myndband um vinnusmiðjuna þar sem fæst góð mynd af TreProX-verkefninu.
Vel heppnaðri fagráðstefnu skógræktar 2022 lauk á Hótel Geysi í gær, miðvikudag, og lýstu þátttakendur mikilli ánægju með viðburðinn. Fjölbreytt erindi voru flutt seinni dag ráðstefnunnar þar sem áhugaverðar niðurstöður komu fram, meðal annars að nú væri skógarþekja á Íslandi komin yfir 2%. Í lok ráðstefnunnar var tilkynnt að hún yrði næst haldin á Ísafirði í mars 2023.
Þrjú viðfangsefni voru til umræðu með pallborðum á fagráðstefnu skógræktar sem hófst í morgun á Hótel Geysi í Haukadal. Skógræktarstjóri minnti á að einungis átján ár væru þar til Ísland ætlaði að verða kolefnishlutlaust. Borgarfulltrúi í Reykjavík sagði dauðafæri í skógrækt fyrir sveitarfélög um allt land til atvinnusköpunar og uppbyggingar.
Sameinuðu þjóðirnar hafa lýst áratuginn 2021-2030 áratug endurheimtar vistkerfa. Ísland á sér langa sögu um endurheimt vistkerfa og þar hefur Skógræktin (áður Skógrækt ríkisins) gegnt mikilvægu hlutverki. Aukinn kraftur færist nú í þetta starf.
Þjóðin er jákvæð í garð Skógræktarinnar og yfirgnæfandi meirihluti þekkir til stofnunarinnar. Aðeins um 20% segjast þekkja illa til Skógræktarinnar en þekkingin er minnst í aldurshópnum 18-29 ára.