Líf og fjör verður í Kjarnaskógi á Akureyri laugardaginn 5. júlí þegar þar verður í fyrsta sinn haldinn Skógardagur Norðurlands. Gestir fá að fræðast um skógrækt og skógarnytjar, séð skógarhöggsmenn að verki og skoðað tækjabúnað þeirra en einnig verður í boði leiksýning, ratleikur, skákmót og fleira.
Alþjóðlegum hópi vísindafólks hefur tekist að raðgreina erfðamengi af einni tegund myrtutrjáa, Eucalyptus grandis. Þessi árangur er sagður opna ýmsar dyr fyrir skógariðnaðinn.
Hætta er á að plöntur sem verða fyrir slæmum skordýrafaraldri ár eftir ár kali illa og drepist jafnvel. Þetta kemur fram í frétt á vef Landgræðslunnar þar sem sagt er frá miklu skordýrabiti á alaskavíði nú fyrri hluta sumars.
Aspir sem settar voru niður í tilraun á Ströndum fyrir átta árum hafa vaxið vel og sýna að víða er hægt að rækta iðnvið á Íslandi með góðum árangri.
Nokkrir Íslendingar dvöldu um miðjan júní í nokkurs konar vinnubúðum í myndsúlugerð í Eistlandi. Verkefnið er hluti á Leonardo Partnership verkefni Evrópusambandsins og kjörorðin eru „Teach Me Wood“ eða kenndu mér á við.