Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, sviðstjóri hjá Skógræktinni, og Arnór Snorrason, sérfræðingur á rannsóknasviði, eru meðal höfunda greinar sem komin er út í Canadian Journal of Forest Research. Þar eru færð rök fyrir því að þær aðferðir sem notaðar hafa verið við skógrækt á lögbýlum hérlendis séu vænleg leið til að innleiða loftslagsvæna skógrækt í öðrum Evrópulöndum.
Skógasvið NordGen hefur hafið útgáfu á hagskýrslum um skóga og skógrækt. Í fyrstu skýrslunni sem nýlega kom út er að finna tölfræðileg gögn um trjáfræ og skógarplöntuframleiðslu. Stefnt er að árlegri útgáfu hagtalna sem þessara og að gögnin nái til fleiri þátta, meðal annars útflutnings.
Tæpir tveir mánuðir eru til jóla og hæpið að fólk sé almennt farið að hugsa um jólaté. Þetta á þó ekki við um þá sem standa í ræktun trjáa og vita að slíkt starf er langhlaup, sem krefst úthalds og umhyggju til að ná góðum árangri. Fram undan er námskeið um ræktun jólatrjáa við ólíkar aðstæður. Morgunblaðið ræðir í dag við Jón Þór Birgisson sem kennir á námskeiði um jólatrjáarækt á Reykjum í Ölfusi 5. og 6. nóvember ásamt Halli Björgvinssyni. Báðir eru þeir skógræktarráðgjafar hjá Skógræktinni.
Málþing um loftslagskreppuna og framtíðina verður haldið í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafns Íslands föstudaginn 29. október kl. 13.30–15.30 undir yfirskriftinni: Öll á sama báti - Loftslagskreppan og aðgerðir í þágu framtíðarinnar.
Hallur Björgvinsson og Jón Þór Birgisson, skógræktarráðgjafar hjá Skógræktinni, leiðbeina um ræktun jólatrjáa á námskeiði sem Endurmenntun LbhÍ heldur á Reykjum í Ölfusi 5. og 6. nóvember. Leiðbeint verður um tegundir jólatrjáa, ræktun þeirra, sýnd dæmi frá Danmörku og farið í vettvangsferð.