Hlýskeið á nútíma hafa ýtt undir tegundablöndun birkis og fjalldrapa. Slíkt skeið er hafið enn á ný með hlýnandi loftslagi undanfarinna áratuga. Þótt flestir blendingarnir séu illa eða ófrjóir hefur komið í ljós að á því eru undantekningar. Sumir þeirra ná að mynda talsvert af eðlilegum kynfrumum og geta því verkað sem genabrýr milli tegundanna með áframhaldandi víxlun.
Rannsóknir kanadískra vísindamanna varpa ljósi á ástæður þess hve ólíkir norðlægir barrskógar Norður-Ameríku eru barrskógum í norðvestanverðri Evrópu. Sýnilegastur er munurinn á skógarbotninum. Ólíkt loftslag hefur leitt af sér ólíka þróun
Skógræktin óskar starfsfólki sínu, skógarbændum, skógræktarfólki um allt land og landsmönnum öllum gleðilegra jóla. Megi árið 2017 verða farsælt og gjöfult skógræktarár!
Gróðri vaxin svæði sem hitnað hafa vegna breytinga á jarðhita geta varpað áhrif á þau áhrif sem vænta má að loftslagsbreytingar hafi á norðlæg þurrlendisvistkerfi. Fjallað er um þessi efni í nýrri grein sem birt er í vísindaritinu Icelandic Agricultural Sciences.
Aldrei hafa fleiri sótt hinn árlega jólamarkað Jólaköttinn sem haldinn var laugardaginn 17. desember í húsnæði Barra á Valgerðarstöðum í Fellum. Talið er að vel á þriðja þúsund manns hafi komið til að sýna sig og sjá aðra, versla til jólanna og njóta skemmtunar sem í boði var.