Fjallað var um skógrækt á Íslandi í þættinum Dagen á sjónvarpsstöðinni DR2 í Danmörku síðdegis í gær. Rætt var við Hrein Óskarsson, sviðstjóra samhæfingarsviðs Skógræktarinnar, og Carsten Ravlund-Rasmussen, prófessor í endurhæfingu vistkerfa við Kaupmannahafnarháskóla.
Gunnar Jónsson, eigandi Króks í Norðurárdal, krefst þess fyrir dómi að viður-kennt verði að Borgarbyggð megi ekki reka fé af fjalli um lönd hans. Sveitar-félagið telur sig hafa rétt til þess að leyfa gangnamönnum að fara þar um með fé.
Miklu máli skipt­ir að unnið verði að því með öll­um til­tæk­um ráðum að stöðva hlýn­un jarðar frá nú­ver­andi kjör­tíma­bili. Þetta seg­ir í yf­ir­lýs­ingu frá bar­áttu­hóp­in­um Par­ís 1,5, sem skor­ar á alla stjórn­mála­flokka eft­ir kosn­ing­arn­ar 28. októ­ber að hafa lofts­lags­mál­in að leiðarljósi í stjórn­arsátt­mála við mynd­un nýrr­ar rík­is­stjórn­ar. Morgunblaðið segir frá þessu í dag.
Ný grein er komin út í alþjóðlega vísindaritinu Icelandic Agricultural Sciences. Þetta er sjötta greinin sem kemur út í hefti 30/2017. Könnuð voru möguleg áhrif útbreiðslu lúpínu á samfélög frjóbera á Íslandi.
Vel gengur að sækja torgtré í skógana í Skorradal og í Vaglaskógi eru komnar góðar birgðir af birki til eldiviðarvinnslu. Í öllum landshlutum hefur hagstætt haustið auðveldað mjög vinnu í skógunum. Ekkert hefur snjóað enn á Vöglum og þar hafa danskir skógtækninemar í starfsnámi fengið dýrmæta reynslu í grisjun bæði birki- og furuskógar.