Íslenskur greniskógur.
Íslenskur greniskógur.

Skógrækt meðal þess sem baráttuhópurinn París 1,5 vill tímasett markmið um

Miklu máli skipt­ir að unnið verði að því með öll­um til­tæk­um ráðum að stöðva hlýn­un jarðar frá nú­ver­andi kjör­tíma­bili. Þetta seg­ir í yf­ir­lýs­ingu frá bar­áttu­hóp­in­um Par­ís 1,5, sem skor­ar á alla stjórn­mála­flokka eft­ir kosn­ing­arn­ar 28. októ­ber að hafa lofts­lags­mál­in að leiðarljósi í stjórn­arsátt­mála við mynd­un nýrr­ar rík­is­stjórn­ar. Morgunblaðið segir frá þessu í dag.

Að mati hópsins verður að stemma stig­u við þeirri ógn­væn­legu þróun sem blas­ir við heims­byggðinni ef ekk­ert verður að gert. Orðrétt segir m.a.: „Mik­il­vægt er að byggja á þeirri vinnu sem nú þegar hef­ur farið fram og nýta reynslu annarra þjóða sem eru komn­ar mun lengra. Tími aðgerða er núna – los­un gróður­húsaloft­teg­unda á Íslandi er enn allt of mik­il og hraða þarf aðgerðum,“ seg­ir í yf­ir­lýs­ing­unni.

Stjórn­mála­flokk­arn­ir ættu því að hafa í huga við gerð stjórn­arsátt­mála kom­andi rík­is­stjórn­ar að hann inni­haldi skýr stefna um hvernig eigi að standa við mark­mið Par­ís­ar­sam­komu­lags­ins.

Einnig ætti hann að inni­halda tölu- og tíma­sett mark­mið um minnk­andi los­un gróður­húsaloft­teg­unda frá úr öll­um los­un­ar­flokk­un­um, orku, iðnaðarferl­um, land­búnaði og úr­gangi, mark­mið um end­ur­heimt vot­lend­is og skóg­rækt, stefnu­mót­un varðandi notk­un hagrænna hvata til að minnka los­un og loks upp­bygg­ingu innviða fyr­ir orku­skipti

„Stefna og mark­mið verðandi stjórn­ar­flokka þarf að vera skýr frá upp­hafi, svo hægt sé að taka til­lit til henn­ar í allri ann­arri ákv­arðana­töku eins og t.d. hags­munaaðila, stofn­ana, fyr­ir­tækja og ein­stak­linga. Par­ís 1,5 skor­ar einnig á stjórn­völd að stöðva áform um olíu­vinnslu í ís­lenskri lög­sögu til framtíðar.“