Þið getið fengið íslenskt jólatré og jafnvel sótt jólatréð ykkar sjálf í íslenskan skóg í öllum landshlutum á aðventunni.

Skógræktin, skógræktarfélög og fleiri selja íslensk jólatré á aðventunni og sums staðar er fólk boðið velkomið í skógana fyrir jólin til að velja rétta jólatréð. Slík ferð er orðin fastur liður í jólaundirbúningi margra. Vert er að benda á viðburðasíðu Skógræktarfélags Íslands sem uppfærð er reglulega með upplýsingum um viðburði á aðventunni.


  Austurland


Jólakötturinn, jólamarkaðurinn árlegi, sem haldinn hefur verið um árabil á Héraði verður nú á nýjum stað í húsi ekki haldinn í ár en jólatrjáamarkaður verður nú haldinn 16. desember í Landsnetshúsinu á Egilsstöðum (áður Vaskur.

  • Auglýsing fyrir jólamarkaðinn JólaköttinnÞar verða til sölu ...
      • jólatré og skógarafurðir
      • spennandi jólagjafir
      • handverk
      • jarðávextir
      • ljúffengi hátíðarmaturinn
      • einnig verður í boði heitt ketilkaffi að hætti skógarmanna


  Suðurland


Skógræktin hefur opið í Haukadalsskógi dagana 9.-10. og 16.-17. desember kl. 11-16 fyrir fólk sem vill höggva sitt eigið jólatré.

  • Í skóginum má finna ...
    • stafafuru og rauðgreni
    • jólagreinar og tröpputré líka til sölu
    • ketilkaffi og piparkökur í boði

Verð trjánna: 6.000 kr. eða 7.000 kr. eftir stærð

Skógræktarfélag Árnesinga er með jólatrjáasölu að Snæfoksstöðum um helgar í desember og dagana 18.-23. desember kl. 11-16.

Skógræktarfélagið Mörk er með jólatrjáasölu í Stóra-Hvammi, Fossi á Síðu, laugardaginn 16. desember kl. 13-15.

Skógræktarfélag Rangæinga er með jólaskóg í Bolholti laugardaginn 16. desember kl. 12-15.


  Norðurland


Skógræktin selur jólatré á hinum árlega jólamarkaði sem fram fer í starfstöðinni Vaglaskógi laugardaginn 9. desember. Opið verður frá kl. 13 til 17. Ýmiss konar handverk, matvara og fleira verður til sölu auk þess sem hægt verður að kaupa jólatré, greinar, arinvið og fleira úr Vaglaskógi. Nemendur úr Stórutjarnaskóla verða með kaffisölu fyrir ferðasjóð sinn.

Skógræktarfélagið á Hólum í Hjaltadal selur jólatré á hátíðinni Heim að Hólum laugardaginn 9. desember milli klukkan 12 og 14.

Skógræktarfélag A-Húnvetninga er með jólaskóg að Gunnfríðarstöðum sunnudaginn 17. desember kl. 11-15.

Skógræktarfélag Eyfirðinga er með jólaskóg í Laugalandsskógi helgarnar 9.-10. og 16.-17. desember kl. 11-15 og jólatrjáasölu í Kjarnaskógi frá 4. desember fram á Þorláksmessu kl. 10-18.

 
  Vesturland


Skógræktarfélag Akraness er með jólaskóg í Slögu sunnudaginn 17. desember kl. 12-15.
 

Fossá –Skógræktarfélög Kópavogs, Mosfellsbæjar, Kjalarness og Kjósarhrepps – eru með jólatrjáasölu á Fossá í Hvalfirði helgarnar 2.-3. og 9.-10. desember kl. 11-15.

Skógræktarfélag Borgarfjarðar er með jólatrjáasölu í Reykholti laugardaginn 18. desember kl. 11-15 og í Grafarkotsskógi, í samstarfi við Björgunarsveitina Heiðar, helgina 18.-19. desember kl.11-16.

Skógræktarfélag Íslands tekur á móti hópum í skóginn á Ingunnarstöðum í Brynjudal. Einnig er félagið með opinn dag í skóginum laugardaginn 9. desember kl. 11-13.

Skógræktarfélag Skilmannahrepps er með jólatrjáasölu sunnudaginn 10. desember og helgina 16.-17. desember kl. 12-15:30.

Skógarbændur í Tungufelli í Lundarreykjadal bjóða fólki að koma og fella tré að eigin vali og bjóða aðstoð ef þarf. Einnig má hafa samband og panta sérvalið tré eftir sínum óskum sem sent er heim að dyrum án aukakostnaðar fyrir jólin.

 
  Vestfirðir


Skógræktarfélag Ísafjarðar er með jólaskóg laugardaginn 9. desember kl. 13-15.

 
  Höfuðborgarsvæðið


Flugbjörgunarsveitin í Reykjavík (FBSR) er með jólatrjáasölu við Flugvallarveg 7 sem verður opin frá 4. desember til 24. desember.

Skógræktarfélag Garðabæjar er með jólaskóg í Smalaholti laugardaginn 9. desember kl. 11:30-15:30.

Skógræktarfélag Hafnarfjarðar er með jólatrjáa- og skreytingasölu í Þöll við Kaldárselsveg frá og með 3. desember kl. 10-18.

Skógræktarfélag Mosfellsbæjar er með jólatrjáasölu í Hamrahlíð 9 – 23. desember. Opið um helgar kl. 10-16, vikuna 11.-15. desember kl. 14-17, dagana 18.-22. desember kl. 12-17 og á Þorláksmessu kl. 10-16.

Skógræktarfélag Reykjavíkur er með jólatrjáasölu á jólamarkaðinum á Elliðavatni fyrstu þrjár aðventuhelgarnar kl. 12-17 og jólaskóg á Hólmsheiði sömu helgar kl. 11-16. Jólatrjáasala á Lækjartorgi verður ...

  • 15.-22. desember:
    • helgina 16.-17. desember kl. 16-20
    • virka daga kl. 14-18
    • föstudaginn 22. desember til kl. 20

Skógræktarfélag Íslands býður fólki að koma líka á opinn dag í skógi sínum í Brynjudal í Hvalfirði laugardaginn 9. desember og sækja sér jólatré. Formlegur opnunartími er kl. 11-13 en fulltrúar félagsins verða á svæðinu eitthvað fram eftir degi. Athugið að í dalnum umluktum fjöllum er farið að bregða birtu um þrjúleytið svo það þýðir ekki að vera seint á ferðinni!