

Þú getur fengið íslenskt jólatré og jafnvel sótt jólatréð þitt sjálf(ur) í íslenskan skóg í öllum landshlutum á aðventunni.
Skógræktin, skógræktarfélög og fleiri selja íslensk jólatré á aðventunni og sums staðar er fólk boðið velkomið í skógana fyrir jólin til að velja rétta jólatréð. Slík ferð er orðin fastur liður í jólaundirbúningi margra. Vert er að benda á viðburðasíðu Skógræktarfélags Íslands sem uppfærð er reglulega með upplýsingum um viðburði á aðventunni.
Austurland
|
Skógræktarfélag Austurlands hefur haft þá venju að bjóða almenningi að höggva sér tré í Eyjólfsstaðaskógi á Völlum. Vegna Covid-19 er óvíst með það þetta árið.
Jólakötturinn, jólamarkaðurinn árlegi, sem haldinn er á Valgerðarstöðum í Fellum á Héraði verður ekki haldinn í ár en jólatrjáamarkaður verður í Samfélagsmiðstöðinni á Egilsstöðum 18. desember. Þar verða á boðstólum jólatré og fleira úr skóginum.
|
Suðurland
|
Skógræktin hefur opið í Haukadalsskógi dagana 11.-12. og 18.-19. desember kl. 11-16 fyrir fólk sem vill höggva sitt eigið jólatré. Í skóginum má finna stafafuru, rauðgreni og blágreni. Einnig verða seldar jólagreinar og tröpputré. Boðið verður upp á ketilkaffi og piparkökur.
Skógræktarfélag Árnesinga er með jólatrjáasölu að Snæfoksstöðum um helgar fram að jólum og vikuna 20.-23. desember kl. 11-16.
Skógræktarfélagið Mörk er með jólatrjáasölu í Stóra-Hvammi, Fossi á Síðu, laugardaginn 18. desember kl. 13-15.
Skógræktarfélag Rangæinga er með jólatrjáasölu í Bolholtsskógi sunnudaginn 12. desember kl. 12-15.
|
Norðurland
|
Skógræktin selur jólatré í starfstöðinni Vaglaskógi laugardaginn 11. desember. Opið verður frá kl. 13 til 16 og hægt að kaupa jólatré, skreytingarefni og timburafurðir úr skóginum.
Skógræktarfélag Austur-Húnvetninga er með jólatrjáasölu í Gunnfríðarstaðaskógi laugardaginn 18. desember kl. 11-15.
Skógræktarfélag Eyfirðinga er með jólaskóg í Laugalandsskógi helgarnar 11.-12. og 18.-19. desember kl. 11-15 og jólatrjáasölu í Kjarnaskógi frá 6. desember.
|
Vesturland
|
Fossá – Skógræktarfélög Kópavogs, Mosfellsbæjar, Kjalarness og Kjósarhrepps – eru með jólatrjáasölu á Fossá í Hvalfirði helgarnar 4.-5. og 11.-12. desember kl. 11-15.
Skógræktarfélag Borgarfjarðar er með jólatrjáasölu í Reykholti laugardaginn 18. desember kl. 11-15 og í Grafarkotsskógi, í samstarfi við Björgunarsveitina Heiðar, helgina 18.-19. desember kl.11-16.
Skógræktarfélag Íslands tekur á móti hópum í skóginn á Ingunnarstöðum í Brynjudal.
Skógræktarfélag Skilmannahrepps er með jólatrjáasölu í Álfholtsskógi helgina 11.-12. desember og laugardaginn 18. desember kl. 12-15.30.
Skógarbændur í Tungufelli í Lundarreykjadal bjóða fólki að koma og fella tré að eigin vali og bjóða aðstoð ef þarf. Einnig má hafa samband og panta sérvalið tré eftir sínum óskum sem sent er heim að dyrum án aukakostnaðar fyrir jólin.
|
Vestfirðir
|
Skógræktarfélag Ísafjarðar er með jólaskóg í reit ofan Bræðratungu laugardaginn 11. desember kl. 13-15.
|
Höfuðborgarsvæðið
|
Flugbjörgunarsveitin í Reykjavík (FBSR) er með jólatrjáasölu við Flugvallarveg 7 sem verður opin frá 4. desember til 24. desember.
Skógræktarfélag Garðabæjar er með jólaskóg í Smalaholti laugardaginn 11. desember kl. 11.30-15.30.
Skógræktarfélag Hafnarfjarðar er með jólatrjáasölu í Þöll við Kaldárselsveg frá 4. desember til og með 19. desember kl. 10-18.
Skógræktarfélag Mosfellsbæjar er með jólatrjáasölu í Hamrahlíð við Vesturlandsveg 11.-23. desember. Opið um helgar og á Þorláksmessu kl. 10-16, kl. 14-17 dagana 13. – 17. desember og kl. 12-17 dagana 20. – 22. desember.
Skógræktarfélag Reykjavíkur er með jólatrjáasölu á jólamarkaðinum á Elliðavatni allar aðventuhelgar kl. 12-17, jólaskóg á Hólmsheiði helgarnar 4.-5., 11.-12. og 18.-19. desember kl. 11-16 og jólatrjáasölu á Lækjartorgi 18.-23. desember, kl. 14-18 um helgar og kl. 16-20 virka daga.
|