Sorbus intermedia

Hæð: Miðlungsstórt tré, ætti að geta náð a.m.k. 15 m hæð hérlendis

Vaxtarlag: Einstofna tré með gildan stofn og breiða krónu

Vaxtarhraði: Fremur hægur

Landshluti: Einkum á sunnanverðu landinu

Sérkröfur: Þarf frjósaman jarðveg og skjól í æsku

Styrkleikar: Tignarlegt tré, blóm, ber, viður

Veikleikar: Haustkal, trjámaðkur, reyniáta

Athugasemdir: Elsta innflutta tré á Íslandi er silfurreynirinn í Fógetagarðinum við Aðalstræti 9 í Reykjavík, gróðursettur 1884. Mætti nota meira í skógrækt. Upphaflega blendingur reyniviðar og seljureynis sem varð til í Svíþjóð en er nú ræktaður víða.