Kanna hvernig birkikemba leggst á mismunandi kvæmi birkis og áhrif skordýrabeitar á vöxt og þrótt birkis

Birkikemba, birkikvæmi, skordýrabeit

Verkefnið hófst árið 2017 og hlaut styrk úr Framleiðnisjóði landbúnaðarins sama ár. Megintilgangur verkefnisins er að kanna hvort birkikemba leggist mismunandi á mismunandi kvæmi birkis. Einnig er skoðað hvaða áhrif birkikemba og önnur skordýrabeit hefur á vöxt og þrótt birkis.

2017: Lokið var við allar úttektir á birkikvæmatilraun í Varmadal í Rangárvallasýslu í júní. Úrvinnslu niðurstaðna ársins lokið. Útbreiðslusvæði brikikembu og birkiþélu var kortlagt.

2018: Á árinu var kannað hvort útbreiðslusvæði hennar og birkiþélu hefði stækkað frá sumrinu 2017 með vettvangsferðum sérfræðinga auk upplýsinga frá öðrum starfsmönnum Skógræktarinnar. Einnig var kannað hvort að samspil væri milli tímasetningar laufgunar birkis og birkikembuskemmda.

Rannsóknarsvið

Trjá- og skógarheilsa

Tengiliður Skógræktarinnar

Brynja Hrafnkelsdóttir

Starfsmenn Skógræktarinnar

Brynja Hrafnkelsdóttir

Edda Sigurdís Oddsdóttir