Kanna hvernig birkikemba leggst á mismunandi kvæmi birkis og áhrif skordýrabeitar á vöxt og þrótt birkis

Birkikemba, birkikvæmi, skordýrabeit

Verkefnið hófst árið 2017 og hlaut styrk úr Framleiðnisjóði landbúnaðarins sama ár. Megintilgangur verkefnisins er að kanna hvort birkikemba leggist mismunandi á mismunandi kvæmi birkis. Einnig er skoðað hvaða áhrif birkikemba og önnur skordýrabeit hefur á vöxt og þrótt birkis.

2019: Haldið var áfram að fylgjast með útbreiðslusvæði brikikembu og birkiþélu. Einnig var kannað hvort að samband væri á milli komu laufa og skemmda af völdum birkikembu, í lítilli tilraun á Mógilsá.

2020: Stefnt er að því að fara aftur í mælingar á birkikvæmum á nokkrum stöðum á landinu á árinu til að skoða áframhaldandi áhrif hennar á birki. Einnig verður kannað hvort að útbreiðslusvæði hennar og birkiþélu hafi aukist frá sumrinu 2019 með vettvangsferðum sérfræðinga auk upplýsinga frá öðrum starfsmönnum Skógræktarinnar.

Rannsóknarsvið

Trjá- og skógarheilsa

Tengiliður Skógræktarinnar

Brynja Hrafnkelsdóttir

Starfsmenn Skógræktarinnar

Brynja Hrafnkelsdóttir

Edda Sigurdís Oddsdóttir