Úr skógargöngu í tengslum við starfsmannafund Skógræktarinnar 2016. Ljósmynd: Pétur HalldórssonReglur

Um laus störf hjá ríkinu og auglýsingu þeirra gilda sérstakar reglur.

Laus störf

Laus störf eru auglýst á Starfatorgi 

Eftirtalin störf eru nú laus til umsóknar hjá Skógræktinni og voru auglýst 14. janúar 2022. Umsóknarfrestur um það fyrsttalda er til 7. febrúar en til 11. febrúar um þau tvö síðartöldu.

Verkefnisstjóri kolefnisverkefna

Verkefnisstjóri kolefnisverkefna tekur þátt í þróun vottunarferla vegna kolefnisbindingar með skógrækt, mótar verkefni í kolefnisbindingu með innlendum og erlendum aðilum, vinnur samkvæmt stefnu og gildum Skógræktarinnar, tekur þátt í að þróa skógræktarstarf í landinu, auka umfang þess og bæta árangur, Verkefnisstjórinn er í góðum tengslum við stjórnendur og aðra starfsmenn. Umsóknarfrestur: 7. febrúar 2022.

Nánar

Verkefnisstjóri samstarfsverkefna

Verkefnisstjóri samstarfsverkefna hefur umsjón með samstarfsverkefnum í skógrækt með Landgræðslunni og öðrum aðilum, tekur þátt í að þróa skógræktarstarf í landinu, auka umfang þess og bæta árangur, Verkefnisstjóri vinnur samkvæmt stefnu og gildum Skógræktarinnar og er í góðum tengslum við stjórnendur og aðra starfsmenn. Umsóknarfrestur: 11. febrúar 2022.

Nánar

Verkefnisstjóri stafrænna lausna og plöntuflutninga

Verkefnisstjóri stafrænna lausna og plöntuflutninga vinnur að þróun stafrænna lausna tengdra skógrækt, sér um skipulag og framkvæmd plöntuflutninga, tekur þátt í að þróa skógræktarstarf í landinu, auka umfang þess og bæta árangur. Verkefnastjórinn starfar samkvæmt stefnu og gildum Skógræktarinnar og er í góðum tengslum við stjórnendur og aðra starfsmenn. Umsóknarfrestur: 11. febrúar 2022.

Nánar

Viltu vera á skrá hjá Skógræktinni?

Eru engin störf auglýst hér eða henta auglýst störf þér ekki? Fylltu út umsókn og við höfum samband ef opnast möguleikar á starfi. Sömuleiðis hvetjum við þig til að fylgjast vel með hér á vef Skógræktarinnar eða á  Starfatorgi, en þar eru öll laus störf hjá stofnuninni auglýst. 

Skrá mig