Skaðvaldar

Skoða nánar

Tenglar á forsíðu

Skoða nánar

Lauftré

Lauftré í skógrækt á Íslandi

Lauftré eru dulfrævingar (Angiospermae) og hylja því fræ sín aldini. Laufskógar eru einkennandi fyrir laufskógabeltið sem tekur við sunnan barrskógabeltisins. Í laufskógabeltinu eru mildir, stuttir vetur og hlý sumur. Úrkoma er að jafnaði meiri en í barrskógabeltinu jafnari árið um kring. Jafnframt er jarðvegur dýpri og frjósamari en í barrskógunum og lífríkið allt fjölskrúðugra.

 

Skoða nánar

Reynitegundir

Reynir (fræðiheiti: Sorbus) er ættkvísl jurta af rósaætt (Rosaceae) sem finnst um allt norðurhvel jarðar og tilheyrir rósaættbálkinum (Rosales).

Skoða nánar

Birkitegundir

Birki (fræðiheiti Betula) er ættkvísl jurta af birkiætt (Betulaceae) sem vaxa víða um norðurhvel jarðar og tilheyra beykiættbálkinum (Fagales).

Skoða nánar

Afurðir

Trjáafurðir til sölu á sölustöðum Skógræktarinnar. 
Sendið fyrirspurn til að athuga lagerstöðu og fá upplýsingar um verð.

Skoða nánar

Starfstöðvar

Skoða nánar

Starfsfólk

Skoða nánar

Verkefni

Hér eru öll þau rannsóknarverkefni sem Skógræktin tekur þátt í núna

Skoða nánar

Þjóðskógar

Skoða nánar

Barrtré

Barrtré í skógrækt á Íslandi

Barrtré eru tré af ætt berfrævinga (Pinophyta). Flest eru þau sígræn. Barrskógabeltið (erl. taiga) þekur stórt svæði á norðurhveli jarðar og eru barrskógarnir víðfeðmastir í Rússlandi og Kanada.

 

Skoða nánar

Lerkitegundir

Lerki (fræðiheiti: Larix), áður kallað lævirkjatré eða barrfellir, er sumargrænt barrtré sem vex í barrskógabeltinu á norðurhveli eða til fjalla á suðlægari slóðum. Til ættkvíslarinnar teljast 10-15 tegundir en lerki er af þallarætt (Pinaceae) og ættbálkinum Pinales.

Skoða nánar

Elritegundir

Elri (fræðiheiti: Alnus) er ættkvísl blómplantna af birkiætt (Betulaceae) sem tilheyrir beykiættbálkinum (Fagales).

Skoða nánar

Aspartegundir

Ösp (fræðiheiti: Populus) er ættkvísl 25-35 tegunda lauftrjáa af víðiætt (Salicaceae) sem vaxa á norðurhveli jarðar.

Skoða nánar

Víðitegundir

Víðir (fræðiheiti Salix) er ættkvísl um 400 tegunda trjáa og runna af víðiætt (Salicaceae). Þær vaxa aðallega í rökum jarðvegi á köldum og tempruðum svæðum á norðurhveli jarðar.

Skoða nánar

Hlyntegundir

Hlynur (fræðiheiti: Acer) er ættkvísl trjáa af sápuberjaætt (Sapindaceae). Íslendingar þekkja helst garðahlyn sem hér hefur verið ræktaður í görðum á aðra öld.

Skoða nánar

Álmtegundir

Álmur (fræðiheiti: Ulmus) er ættkvísl hávaxinna lauftrjáa af álmsætt (Ulmaceae) sem tilheyrir rósaættbálkinum (Rosales).

Skoða nánar

Asktegundir

Askur (fræðiheiti: Fraxinus) er ættkvísl blómstrandi trjáa af smjörviðarætt (Oleaceae) en af sömu ætt eru líka sýrenur (Syringa) og ólívutré (Olea).

Skoða nánar

Eikartegundir

Eik (fræðiheiti: Quercus) er stórvaxið lauftré af beykiætt (Fagaceae). Um sex hundruð tegundir runna og trjáa teljast þessarar ættar og dreifast þær vítt og breitt um norðurhvel jarðar allt frá hitabeltinu norður til tempraða beltisins.

Skoða nánar

Beykitegundir

Beyki (áður einnig kallað bæki) (fræðiheiti: Fagus) er ættkvísl skammærra trjáa af beykiætt (Fagaceae) sem eiga heimkynni sín í tempraða beltinu í Evrópu og Norður-Ameríku.

Skoða nánar

Heggtegundir

Heggur (eða heggviður, fræðiheiti: Prunus) er lauftré af rósaætt (Rosaceae) og er í raun ein tegund kirsuberjatrjáa.

Skoða nánar

Grenitegundir

Greni (fræðiheiti: Picea) er ættkvísl um 35 tegunda sígrænna barrtrjáa af þallarætt (Pinaceae). Grenitegundir vaxa í norðanverðu tempraða beltinu og barrskógabeltinu.

Skoða nánar

Furutegundir

Furur (fræðiheiti: Pinus) kallast ættkvísl sígrænna barrtrjáa af þallarætt (Pinaceae). Misjafnt er eftir höfundum hversu margar tegundir eru taldar til ættkvíslarinnar en þær eru á bilinu frá 105 til 125.

 

Skoða nánar

Þintegundir

Þinur (fræðiheiti: Abies) er flokkur sígrænna barrtrjáa af þallarætt (Pinaceae). Þinættkvíslin tilheyrir barrskógabeltinu og fjöllum norðurhvels jarðar svipað og greni og lerki en nokkrar tegundir ná þó suður í tempraða beltið.

Skoða nánar

Þallartegundir

Þöll (fræðiheiti: Tsuga) er ættkvísl nokkurra tegunda sígrænna barrtrjáa af þallarætt (Pinaceae). Þallartegundir eru átta til tíu talsins og finnast fjórar í Norður-Ameríku og fjórar til sex í Austur-Asíu.

Skoða nánar

Sýpris- og lífviðartegundir

Lífviðarættkvíslinni (fræðiheiti: Thuja) tilheyra fimm tegundir. Tvær eru upprunnar í Norður-Ameríku en þrjár í Austur-Asíu. Sýprisættkvíslinni (fræðiheiti: Cupressus) tilheyra 16-30 tegundir en flokkunarfræðin er nokkuð á reiki.

Skoða nánar

Deglitegundir

Degli (fræðiheiti: Pseudotsuga) er lítil ættkvísl a.m.k. sex tegunda sígrænna barrtrjáa af þallarætt (Pinaceae). Fjórar tegundir eru í Austur-Asíu, allar sjaldgæfar, og tvær í vestanverðri Norður-Ameríku.

Skoða nánar

Verkefnabanki

Skoða nánar