Lat: Prunus

Heggur (eða heggviður, fræðiheiti: Prunus) er lauftré af rósaætt (Rosaceae) og er í raun ein tegund kirsuberjatrjáa.

Meira um

Af sömu ættkvísl eru ferskju-, plómu-, nektarínu-, apríkósu- og möndlutré. Um 430 tegundir tilheyra ættkvíslinni. Náttúrlegt vaxtarsvæði heggs er Norður- og Austur-Asía og Evrópa, en heggur vex til dæmis villtur um allan Noreg alveg upp í 1.250 m hæð. Villtur heggur vex í rökum og næringarríkum jarðvegi en hann þrífst vel í venjulegri garðmold. Heggur blómstrar ríkulega hvítum blómum í fallegum klösum og þroskar svört ber sem eru æt en varla nýtt að ráði því steinninn í þeim er litlu minni en berið sjálft.

Elsti heggur á Íslandi er talinn vera sá sem stendur við Siggubæ í Hellisgötu Hafnarfirði. Sá var gróðursettur 1913. Víða er rauðleitt afbrigði í ræktun hérlendis, svokallaður blóðheggur, Prunus padus var. purpurea, sem blómstrar bleikum blómum