Prunus padus

Hæð: Ætti að geta náð allt að 10 m hérlendis

Vaxtarlag: Ein- til margstofna tré eða runni

Vaxtarhraði: Hraður í æsku en fer snemma að blómstra og þá dregur úr hæðarvexti

Hvaða landshluta: Um land allt

Sérkröfur: Þarf rakan og frjósaman jarðveg

Styrkleikar: Blóm

Veikleikar: Kal hjá suðlægum kvæmum, sjúkdómur sem kemur í veg fyrir eðlilegan þroska berja

Athugasemdir: Heggur er gamall í garðrækt hérlendis. Suðlæg kvæmi henta einkum á sunnanverðu landinu en kvæmi frá Norður-Noregi eru fullkomlega harðger. Rauðleitt afbrigði er einnig algengt í ræktun, blóðheggur, Prunus padus var. purpurea