Populus tremula

Hæð: Fremur smávaxið tré, ætti að geta náð a.m.k. 10 m hérlendis

Vaxtarlag: Oftast beinvaxið tré með fremur mjóa krónu

Vaxtarhraði: Mjög hægur

Landshluti: Um land allt

Sérkröfur: Rými til að breiða úr sér með rótarskotum

Styrkleikar: Lífseig, frostþolin, vindþolin, skuggþolin á ungaaldri

Veikleikar: Á til að verða skriðul í rýru landi og ef ekki eru tré fyrir á svæðinu

Athugasemdir: Blæösp er sjaldgæfust innlendra trjátegunda. Hún hefur aðeins fundist villt á sex eða sjö stöðum á landinu austanverðu, sem eru jafnframt vestustu náttúrlegu fundarstaðir tegundarinnar. Hún hentar ekki vel til garðræktar vegna mikilla rótarskota og hefur ekki reynst vinsæl til skógræktar vegna hægs vaxtar.