Í apríl er kominn tími til að að huga að jólatrjánum úti í skógi eða á akrinum, klippa tvítoppa, botnklippa, forma trén og bera á þau ef þörf er á.

Klipping tvítoppa og önnur snyrting ungra trjáa getur gert að verkum að ólögulegt tré verður á endanum fallegt jólatré. Ljósmynd: Pétur HalldórssonVerkefni aprílmánaðar

Dagarnir eru nú farnir að lengjast og farfuglarnir að sjást á túnum og tjörnum. Vísbending er um að vorið sé í vændum! Þar með er líka kominn tími til að að huga að jólatrjánum úti í skógi eða á akrinum.

Tvítoppaklipping

Fyrsta og mikilvægasta verkefnið er að fara um jólatrjáareitina og klippa tvítoppa. Þetta er hægt að gera frá þriðja ári eftir gróðursetningu. Best er að bíða með

Botnklipping

Mælt er með því að trén sem eru komin í 80-90 cm hæð séu botnklippt, sem kallað er. Þetta er gert til að losna við neðstu greinar trésins. Fjarlægðar eru allar greinar af neðstu 5%-10% stofnsins. Á rauðgreni er botnklipping ekki nauðsynleg en hún gefur trénu þó meira vaxtarpláss og þannig má einnig losna við of breiðar eða ljótar greinar að neðan. Þetta sparar vinnu við lokahögg og auðveldar umhirðu.

Formun grenis og þins

Greni og þin má byrja að forma þegar trén eru komin í 80-100 cm hæð og í góðan vöxt. Formun fer fram með hegg­klippum og tréð er formað sem keila. Ein grunnformun á að duga en síðan verður að fylgja verkinu eftir á hverju ári með því að klippa árssprota og snyrta tréð svo að það haldi keiluforminu.

Formun furu

Formun á furu er með nokkuð öðrum hætti. Byrjað er að forma furuna þegar tréð er komið í 60-80 cm hæð með því að klippa af greinum með venjulegum handklippum. Fura er formuð í meira kúlulaga form en greni og þinur. Brumbrot á hliðarbrumum, til að þétta furuna, fer ekki fram fyrr en um eða eftir miðjan júní eftir veðurfari.

Áburðargjöf

Í lok apríl getur verið gott að huga að áburðargjöf ef tíðarfarið leyfir. Blákorn eða svipaður þrígildur áburður er oftast besti kosturinn því hann inniheldur steinefni og snefilefni sem henta vel við flestar aðstæður. Ef ræktunarsvæðið er á frjósömu túni er þó mælt með því að spara áburðinn. Tré yngra en fimm ára þarf að hámarki 12 g af áburði. Ef trén eru gróðursett í rýrari jarðveg má nota aðeins meira. Erlendis er mælt með að dreifa áburði tvisvar til þrisvar á vaxtar­tímanum til að tryggja jafnt næringarefnaframboð. Hjá eldri trjám má auka áburðargjöfina ef þörf er á. Lífrænn áburð­ur eins og húsdýraskítur og mykja hefur líka góð áhrif á vöxt jólatrjáa og það styðja tilraunir sem gerðar hafa verið hjá norskum jólatrjáabændum. Áhugavert er að prófa sig áfram með lífrænan áburð eins og ánamaðkamold (sjá: www.ana.is).

Voruð þið sein að panta?

Nú ættu bændur að vera löngu búnir að panta þær trjáplöntur sem þeir hyggjast gróðursetja í sumar. Þeir sem eru seinir eru hvattir til að hafa sem fyrst beint samband við gróðrarstöðvar til að ganga frá pöntun og semja um verð. Bændur sem eru skráðir í skógræktarfélög geta fengið 10% afslátt af öllum plöntum. Sumar tegundir, sérstaklega blágreni og fjallaþinur, seljast gjarnan upp snemma. Best er því að drífa sig í að panta sem fyrst!