íbúðarhús

  • Eigandi: Skógræktin
  • Sveitarfélag: Skorradalshreppur
  • Byggingarár: 1938
  • Skráning og myndir:

Lýsing: Land Sarps liggur sunnan af Skorradalshálsi og niður að Fitjaá, vestan að landi Fitja, en að norðan að löndum Iðunnarstaða og Englands. Að austan er Efstibær. Íbúðarhúsið er steinhús byggt 1938. Húsið er kassalaga með valmaþaki og er grunnflötur þess um 70 m². Það hefur verið klætt að utan vatnsheldri klæðningu úr bárujárni. Sarpur fór í eyði 1970 og keypti þá Skógræktin jörðina.