Reyna kynbættan efnivið stafafuru frá sænskum frægörðum í samanburði við hefðbundinn efnivið

Markmið tilraunarinnar er að reyna hérlendis kynbættan efnivið stafafuru frá sænskum frægörðum í samanburði við hefðbundinn efnivið.

Tilraunin samanstendur af annars vegar kynbættri stafafuru úr nokkrum frægörðum í Svíþjóð, nokkrum algengum kvæmum af stafafuru sem hafa gefist vel á Íslandi og loks frægarðaefni frá Svíþjóð af skógarfuru. Gróðursett var á 12 stöðum á landinu vorið 2014.

2018: Allar tilraunir voru mældar haustið 2018 og úrvinnsla gagna er hafin

Rannsóknarsvið

Erfðaauðlindir

Tengiliður Skógræktarinnar

Brynjar Skúlason

Starfsmenn Skógræktarinnar

Brynjar Skúlason

Aðrir starfsmenn

Laura Winchelmann, skógfræðinemi frá Þýskalandi