Fagráðstefna skógræktar 2013 verður haldin á Hótel Hallormsstað dagana 12.-14. mars 2013. Ráðstefnan er árleg og hefð er fyrir því að hún flakki réttsælis um landið og er alltaf haldin á nýjum og nýjum stað.

Skipuleggjendur

  • Héraðs- og Austurlandsskógar: Ólöf I. Sigurbjartsdóttir, Hlynur G. Sigurðsson og Sherry L. Curl
  • Skógrækt ríkisins: Þröstur Eysteinsson og Aðalsteinn Sigurgeirsson
  • Skógfræðingafélag Íslands: Lárus Heiðarsson
  • Skógræktarfélag Íslands: Þór Þorfinnsson
  • Landbúnaðarháskóli Íslands: Bjarni D. Sigurðsson
  • Landssamtök skógareigenda:  Helgi H. Bragason

Ráðstefnugögn verða afhent kl. 18:00 til 19:00 þriðjudaginn 12. mars. Fyrir liggur mjög hagstæður samningur við hótelið, svo verð á mat og gistingu er afar hagstætt. Því hvetjum við alla til að mæta strax á umræddum tíma á þriðjudeginum og nota kvöldið til að rækta tengslin við annað skógarfólk. Reiddur verður fram léttur kvöldverður kl. 19:00 á þriðjudagskvöldið. Dagskrá ráðstefnunnar hefst kl. 9:00 á miðvikudeginum, þannig að eigi menn ekki um þeim mun skemmri veg að sækja, kemur sér vel að geta mætt strax kvöldið áður.

Skráning

Skráning á ráðstefnuna fer fram til 1. mars í tölvupóst olof@heradsskogar.is eða í síma 471-2184 (starfsmenn Héraðs- og Austurlandsskóga). Við skráningu þarf að taka fram hvaða kosti menn velja í gistingu og munu ráðstefnuhaldarar ganga frá pöntun við hótelhaldara á Hótel Hallormsstað. Greiða  þarf gistingu og mat á staðnum til hótelsins en ráðstefnugjald verður innheimt af Héraðs- og Austurlandsskógum. 

Skráningarblað

Kostnaður

Ráðstefnugjald: 4.500 kr.
Gisting og matur (gist í tveggja manna herbergi): 27.900 kr.
Gisting og matur (gist í eins manns herbergi): 32.100 kr.

Innifalið í ráðstefnugjaldi eru ráðstefnugögn, skoðunarferð, o.fl.

Innifalið í gjaldi fyrir gistingu og mat er: Gisting í tvær nætur á Hótel Hallormsstað, aðgangur að HótelSpa þar sem er að finna 2 gerðir af sánu og heitur pottur. Tveir kvöldverðir, þ.a. einn hátíðarkvöldverður, tveir hádegisverðir, morgunmatur á miðvikudags- og fimmtudagsmorgni og ráðstefnukaffi.

 

Fagráðstefna skógræktar - umhirða ungskóga

Drög að dagskrá

Fagráðstefnan stendur í tvo heila daga, 13.-14. mars með mætingu á Hótel Hallormsstað að kvöldi 12. mars. Um það bil helmingur erinda verður tengt þemanu, Umhirða ungskóga. Fyrst og fremst verður um nýjar rannsóknarniðurstöður og upplýsingar að ræða. Dagskráin verður þó að einhverju leyti blönduð báða dagana.

Þriðjudagur 12. mars

18:00-19:00 Skráning og afhending ráðstefnugagna
19:00-20:00 Kvöldmatur á Hótel Hallormsstað
20:30 -> Spjall og ýmsir fundir s.s. aðalfundur Skógfræðingafélagsins   

Miðvikudagur 13. mars

9:00- 9:10 Setning, gestir boðnir velkomnir
9:10-10:00 Umhirða ungskóga í Svíþjóð – Eric Agestam
10:00-10:30 Þéttleiki, viðargæði og tegundarskipting í ræktuðum skógum á Íslandi – áhrif á umhirðu á komandi árum. Arnór Snorrason
10:30-10:50 Kaffihlé
10:50-11:20 Áhrif snemmgrisjunar og áburðargjafar á viðarvöxt og vaxtarlag ungs alaskaasparskógar. 10 ára niðurstöður. Bjarni Diðrik Sigurðsson
11:20-11:50 Þéttleiki, umhirða og framleiðni asparskóga með 20 ára uppskerulotu. Þorbergur Hjalti Jónsson
11:50-12:10 Ekki grisja – norskar niðurstöður. Sigvaldi Ásgeirsson
12:10-13:10 Matur
13:10-13:30 Vöxtur ungskógar eftir mismunandi grisjunarleiðum. Lárus Heiðarsson
13:30-13:50 Þróun kerfis fyrir umhirðu ungskóga HASK. Sherry Curl
13:50-14:10 Virkni og reynsla af kerfi fyrir umhirðu ungskóga HASK. Hlynur Sigurðss
14:10-15:00 Þróun tæknivæðingar. Eric Agestam
15:00-15:30 Kaffihlé
15:30-16:00 Áburður eitthvað. Hreinn Óskarsson
16:00-16:30 Veggspjaldasýning
16:30-17:00 Hlé
17:00-19:00 Rútuferð á grisjunarsvæði á Hafursá (snarl)
20:00-> Kvöldverður og skemmtidagskrá

Fimmtudagur 14. mars

9:00-9:20 Ekki bera á Lerki. Bergsveinn Þórsson
9:20-9:50 Þrif ungra trjáa. Arnlín Óladóttir
9:50-10:10 Hraðrækt jólatrjáa á ökrum. Fystu niðurstöður út tilraun á Krithóli og í Prestbakkakoti. Else Möller
10:10- 10:40 Kaffi
10:40-11:00 Vöxtur og lifun birkis, lerkis og sitkabastarðs gróðursettar út af frystigeymslum á mismunandi tíma vorsins. Brynjar Skúlason, Hrefna Jóhannesdóttir, Rakel Jónsdóttir og Aðalsteinn Sigurgeirsson.
11:00-11:20 Útreikningar á viðarmagni fyrir stærri svæði. Benjamín Davíðsson og Lárus Heirðarsson
11:20-11:40 Áhrif jarðvegshita niðurbrots litters í sitkagreniskógi. Edda Sigurdís Oddsdóttir.
11:40-12:00 Hættan á innflutningi og landnámi nýrra trjáskaðvalda í ljósi breyttra aðstæðna. Verður einhver vörn í nýrri reglugerð? Halldór Sverrisson
12:00-13:00 Matur
13:00-13:20 Skógræktargagnagrunnur – hvaða fyrirbæri er það? Björn Traustason
13:20-13:40 Hagræn áhrif skógræktar. Lilja Magnúsdóttir
13:40-14:00 Niðurstöður fræmálanefndar. Þröstur Eysteinsson, Katrín Ásgrímsdóttir og Hallur Björgvinsson
14:00-15:00 Umræður - ráðstefnuslit
15:00 Brottför