Laxaborg, jörð og sumarhús

  • Eigandi: Skógræktin
  • Sveitarfélag: Dalabyggð
  • Stærð jarðar: Um 60 ha

Lýsing: Laxaborg í Dalasýslu er upphaflega hluti af jörðinni Þorsteinsstöðum fremri. Árið 1943 keypti sérleyfishafinn Guðbrandur Jörundsson þann hluta jarðarinnar Þorsteinsstaða, sem liggur á milli þjóðvegar og Haukadalsár. Guðmundur og kona hans, Elísabet Ólafsdóttir, hófu þar trjárækt og byggðu sumarhús á árunum 1943‒1945 og gáfu nafnið Laxaborg. Árið 1980 lést Guðbrandur en Elísabet hélt áfram ræktun á Laxaborg meðan kraftar entust. Árið 1990 gaf hún Skógræktinni landið með gögnum og gæðum, svo sem hlunnindum Haukadalsár sem eru umtalsverð. Laxaborg var gefin til minningar um Guðbrand Jörundsson. Í landinu er ekki að finna náttúrlegan skóg en um 0,5 ha. eru af ræktuðum birkiskógi eða birkikjarri í kringum sumarhúsið ásamt um 450 m af skjólbeltum. Laxaborg, sem er timburhús með aspestklæðningu, er talin vera 58,4 m². Húsið er ónýtt með öllu. Það sama er að segja um geymsluskúr sem er um 20 m² og stendur sunnan við húsið. Gera þarf ráðstafanir til þess að rífa þessar byggingar og bæta um leið aðkomu að staðnum sem gæti orðið áningarstaður við Vestfjarðaveg. Gerð hefur verið nýtingaráætlun fyrir Laxaborg (Rúnar Ísleifsson, 2010). Þar er m.a gert ráð fyrir að gróðursett verði í um 14 ha fram til 2019.

Frétt úr Morgunblaðinu 7. febrúar 1991 um gjöf Laxaborgar til Skógræktarinnar

Nýtingaráætlun Laxaborgar

Frá gróðursetningu í Laxaborg sumarið 2012