Lat: Populus

Ösp (fræðiheiti: Populus) er ættkvísl 25-35 tegunda lauftrjáa af víðiætt (Salicaceae) sem vaxa á norðurhveli jarðar.

Meira um

Aspir eru meðal mikilvægustu lauftrjáa á norðurslóðum. Aspartegundir eru líka notaðar til timburframleiðslu, ekki síst sem iðnviður og orkuviður. Blæösp er eina tegundin af asparætt sem finnst villt á Íslandi. Heimkynni hennar eru Mið- og Norður-Evrópa og Asía. Erlendis getur blæösp orðið 10-25 m há, en er hæst 13 m á Íslandi. Þar sem er sauðfjárbeit vex blæöspin oftast sem runni upp af rótarskotum, einkum í móum og kjarrlendi. Villt hefur blæösp fundist á sex til sjö stöðum á landinu, fyrst í Garði Fnjóskadal 1905 og aftur 1991 í gili á mörkum Garðs og Ytra-Hóls, þá á Gestsstöðum Fáskrúðsfirði 1948, í Egilsstaðaskógi 1953, Jórvík Breiðdal 1953, Strönd Stöðvarfirði 1959 (og 1966) og loks á Höfða Vallahreppi 1993.