• Eigandi: Skógræktin
  • Sveitarfélag: Breiðdalshreppur
  • Byggingarár: 1928
  • Skráning: 23.05.2012

Lýsing: Húsið í Jórvík er tvílyft timburhús, klætt bárujárni. Torfveggir hafa verið hlaðnir að veggjum norðan og austan við íbúðarhúsið. Sunnan við hefur verið viðbygging, sennilega fjós og hlaða. Torfhleðslurnar hafa haldið raka að timbrinu og voru því miklar skemmdir á burðarvirki og klæðningu hússins áður en endurgerð þess hófst. Íbúðarhúsið virðist hafa verið vel byggt í upphafi en var að niðurlotum komið.

Skógræktin gerði samning við Björn Björgvinsson húsasmíðameistara um endurbyggingu hússins í Jórvík og Húsafriðunarsjóður veitti framlag til endurbyggingarinnar. Sumarið 2015 voru endurbætur að utan langt komnar, m.a. komnir nýir gluggar í húsið og ný klæðning á veggi og þak.