Sitkagreni í HaukadalHér að neðan er að finna glærur sem notaðar eru á námskeiðinu „Leiðin út í skóg“ og fleira námsefni sem hugsað er sem grunnfræðsla fyrir skógræktendur. Í dálkinum til hægri er frekara fræðsluefni um nýskógrækt og skógarumhirðu.

Mikilvægt er fyrir alla sem rækta tré og skóg að vita nokkuð um eðli trjáa og eiginleika þeirra. Þegar efnt er til skógræktar er nauðsynlegt að setja niður fyrir sér hver tilgangurinn er með skógræktinni og hvaða markmiðum á að ná. Út frá því er hægt að skipuleggja skógræktarsvæðið svo það uppfylli sem best þessi settu markmið og nái tilgangi sínum. Ekki er sama hvernig litlar trjáplöntur eru meðhöndlaðar allt frá því að framleiðandi afhendir þær og þar til þær eru komnar í jörð. Plöntunum þarf að hlífa við sól- eða vindþurrki, þeim þarf að halda hæfilega rökum og tryggja að þau verði ekki fyrir hnjaski. Að síðustu skiptir mikilu máli að rétt sé gróðursett til að sem flestar trjáplantnanna lifi og spretti vel.

Smellið á hlekkina hér fyrir neðan til að hlaða niður námsefninu.