Picea glauca

Hæð: Stórt tré, gæti náð a.m.k. 25 m hérlendis

Vaxtarlag: Einstofna, beinvaxið tré með mjóa, keilulaga krónu

Vaxtarhraði: Hægur í fyrstu en síðan sæmilega hraður

Landshluti: Einkum í innsveitum

Sérkröfur: Ekki gróðursetja í rýra lyngmóa

Styrkleikar: Gott frostþol að hausti, gott vindþol

Veikleikar: Sitkalús, ekki eins vel frostþolið að vori eins og sitkagreni eða rauðgreni.

Athugasemdir: Líkt og rauðgreni og blágreni er hvítgreni ágætis tegund fyrir íslenska skógrækt en fellur í skugga sitkagrenis vegna hægari vaxtar.