Fagus sylvatica

Hæð: Óvíst hérlendis

Vaxtarlag: Einstofna tré með breiða krónu

Vaxtarhraði: Mjög hægur

Landshluti: Einkum á sunnanverðu landinu

Sérkröfur: Þarf frjósaman jarðveg, gott skjól og langt sumar

Styrkleikar: Tignarlegt tré, viður

Veikleikar: Viðkvæmt fyrir næturfrostum á vaxtartímanum. Lítil reynsla af tegundinni

Athugasemdir: Nokkur gömul beykitré eru til í landinu, t.d. í Hellisgerði í Hafnarfirði, en reynsla er lítil síðari árin. Beyki þarf hlýtt og langt sumar til að ná nokkrum vexti að ráði, en líkt og eikin er það lífseigt og getur lifað lengi sem lítið tré eða runni.