Lat. Phratora vitellinae

Lífsferill

Asparglytta (Phratora vitellinae) hefur aðallega fundist á Vesturlandi, Suðvesturlandi, austur að Skaftafelli og í uppsveitum Suðurlands en einnig lítillega í Eyjafirði.  Hún liggur í dvala sem fullorðið dýr og á vorin leggst bjallan einkum á brum og étur gjarnan öll ný laufblöð. Um mitt sumar koma lirfurnar fram og halda áfram að éta laufblöðin. Síðsumars kemur svo fram ný kynslóð af fullorðnum bjöllum sem naga laufblöð og börk yngsta hluta sprotanna fram í október en þá leggst bjallan í dvala yfir veturinn.

Tjón

Asparglyttan veldur töluverðu tjóni á laufblöðum víðitegunda, einkum á viðju og gulvíði.  Þrátt fyrir stutta reynslu hérlendis virðist allt benda til þess að asparglyttan geti haft veruleg áhrif á vöxt víðitegunda.

Varnir gegn skaðvaldi

Lítil reynsla er af því enn sem komið er að verjast asparglyttu.