Þegar kemur fram í október er tímabært að fara út á ræktunarsvæðið til að velja og merkja tré sem eru tilbúin til sölu. Í kjölfarið má hafa samband við verslanir og aðra seljendur jólatrjáa og bjóða þeim tré og greinar til sölu.

Verkefnin í október

Þegar kemur fram í október er tímabært að fara út á ræktunarsvæðið til að velja og merkja tré sem eru tilbúin til sölu.

Formlegt íslenskt flokkunarkerfi fyrir jólatré hefur verið gefið út og má finna með því að smella hér. Eitt flokkunarkerfi er fyrir greni og þin en annað fyrir furu.

Mælt er með að ræktendur lesi flokkunarkerfið vandlega hafið það með sér útprentað eða á spjaldtölvu út í skóginn þegar farið er út til að merkja jólatré til sölu.

Gott að hafa meðferðis þegar tré eru valin

  1. Mæliprik,  2 m á hæð til að hafa með sér
  2. Vatnshelt band í mismunandi litum sem skilgreinir
    a. hvaða flokk tréð fer í (A eða B) og
    b. hversu hátt tréð er
  3. Bók eða blað til að skrifa hjá sér fjölda trjáa sem eru til sölu ásamt tegund, flokk og hæð.

Hugið strax að sölu trjánna

Mikilvægt er að hafa samband við verslanir og jólatrjáamarkaði sem fyrst og bjóða þeim söluhæf tré. Um leið er vert að athuga hvort og hversu mikið er tiltækt af greinum og öðru hráefni í skreytingar.