Lat. Acleris notana

Lífsferill

Birkivefari (Acleris notana) er með allra fyrstu fiðrildum á kreik á vorin og má sjá þessi smávöxnu gráleitu fiðrildi strax í mars. Lirfan klekst út í júní og er fullvaxin síðari hluta sumars og púpar sig þá inni í laufblöðunum. Þegar haustar klekjast púpurnar, fiðrildin skríða út og leggjast í vetrardvala.

Tjón

Birkivefari veldur iðulega miklum skemmdum með áti sínu á laufi og trjám. Er skaðinn þó frekar í birkiskógum en í görðum.

Varnir gegn skaðvaldi

Ekki er mælt með sérstökum aðgerðum gegn þessu fiðrildi.