Mógilsá, rannsóknasvið Skógræktarinnar, sinnir rannsóknastarfi og þekkingaröflun í þágu skógræktar og skógverndar. Bróðurparturinn af fjárframlögum til sviðsins kemur frá hinu opinbera en einnig renna drjúgir rannsóknarstyrkir til starfseminnar ár hvert gegnum margvísleg verkefni sem sviðið stýrir eða tekur þátt í.

Verkefnaáætlanir einstakra rannsóknaverkefna eru jafnan gerðar til eins árs í senn , en líftími verkefna er afar breytilegur. Almennar áherslur eru:

  • að stunda öflugar og sjálfstæðar rannsóknir er lúta að skógrækt og skógvernd
  • að ljúka birtingu rannsóknaniðurstaðna, í alþjóðlega ritrýndum fræðatímaritum og á innlendum vettvangi
  • að hefja rannsóknaverkefni þar sem nýrrar þekkingar er þörf og afla til þeirra styrkja
  • að veita sérfræðiþjónustu á flestum sviðum sem snerta skógrækt og skógvernd

Verkefnum Mógilsár er skipt upp í eftirtalda flokka:

Öllum verkefnum rannsóknasviðs er skipt í eftirfarandi gerðir:

  • Vöktunarverkefni – langtímaverkefni þar sem fylgst er með breytingum
  • Hagnýtar rannsóknir og þróunarvinna – leitast er við að finna lausnir á vandamálum í íslenskri skógrækt og/eða þróa aðferðir við skógrækt og úrvinnslu afurða
  • Grunnrannsóknir – verkefni sem miða að því að auka skilning okkar á skógi og vistkerfum hans
  • Þjónusturannsóknir – rannsóknir og/eða mælingar, unnar að beiðni annarra
  • Fagmál – verkefni sem miða að því að efla tengsl vísindamanna (t.d. erlent og innlent samstarf, netverkefni ýmiskonar), stjórnsýsluverkefni og verkefni þar sem unnið er að uppbyggingu gagnagrunna, nýrrar aðferðarfræði ofl.

Stærstur hluti fjármagns rannsóknasviðs rennur til tveggja fyrstnefndu gerðanna, vöktunarverkefna og hagnýtra rannsókna. Þar er stærsta einstaka verkefni sviðsins, Íslensk skógarúttekt, fyrirferðarmest. 

Rannsóknaáætlun Mógilsár 2019

Virk rannsóknaverkefni á Mógilsá 2019, skipt eftir gerðum

VÖKTUNARVERKEFNI

 

Íslensk skógarúttekt

Loftslagsdeild

Gagnagrunnur um skóga á Íslandi

Loftslagsdeild

Landsskógaúttekt

Loftslagsdeild

Úrvinnsla jarðvegs- og gróðursýna úr Landsskógaúttekt

Loftslagsdeild

Trjásjúkdómar og meindýr

Trjá- og skógarheilsa

HAGNÝTAR RANNSÓKNIR

 

Betri tré

Erfðaauðlindir

Gæði og ending íslensks viðar

Umhirða og afurðir skóga

Iðnviður

Umhirða og afurðir skóga

Kvæmatilraun á degli

Erfðaauðlindir í trjá- og skógrækt

Kvæmarannsóknir á fjallaþin

Erfðaauðlindir í trjá- og skógrækt

Kvæmaval á hengibirki

Erfðaauðlindir í trjá- og skógrækt

Lerki – kvæmi og tegundir

Erfðaauðlindir í trjá- og skógrækt

Langtímatilraun með nýskógrækt

Umhirða og afurðir skóga

Lifun og æskuvöxtur skógarplantna

Nýræktun skóga og skjólbelti

Moltuverkefni á Hólasandi

Nýræktun skóga og skjólbelti

Prófun á sænskri stafafuru

Erfðaauðlindir í trjá- og skógrækt

Rannsóknir á birkikembu

Trjá- og skógarheilsa

Rannsóknir í jólatrjáarækt

Erfðaauðlindir í trjá- og skógrækt

Samræktun alaskaaspar og alaskalúpínu til framleiðslu iðnviðar og bindingar kolefnis

Nýræktun skóga og skjólbelti

Sitkagreni – kvæmi og tegundir

Erfðaauðlindir í trjá- og skógrækt

Skógarhagfræði

Skógur og samfélag

Stormfall trjáa

Umhirða og afurðir skóga

Viðarmagnsúttekt á Vesturlandi

Umhirða og afurðir skóga

Tilraunaverkefni á Mosfellsheiði

Nýræktun skóga og skjólbelti

Samanburður hefðbundinnar aðferðar og LIDAR við umhirðu og viðarmagnsáætlun

Umhirða og afurðir skóga

GRUNNRANNSÓKNIR

 

Áhrif hlýnunar á útbreiðslu birkiskóga

Loftslagsdeild

Árhringir og umhverfisbreytingar

Loftslagsdeild

Fornvistfræði

Vistfræði skóga

Jarðhitaskógur

Vistfræði skóga

Mýrviður

Loftslagsdeild

SEEDS -  Sjálfsáning erlendra trjátegunda

Vistfræði skóga

Skordýrabeit í landgræðsluskógum og lúpínubreiðum

Trjá- og skógarheilsa

Vistfræði birkiskóga

Vistfræði skóga

ÞJÓNUSTURANNSÓKNIR

 

Bókhald gróðurhúsalofttegunda vegna skógræktar og skóga á Íslandi

Loftslagsdeild

LULUCF ráðgjöf vegna ESB

Loftslagsdeild

FAGMÁL

 

Þróun gagnagrunns fyrir framkvæmdir, áætlanir og kortlagningar í skógrækt

Loftslagsdeild

Gagnagrunnur fyrir tilraunir í skógrækt

Loftslagsdeild

ERLENT SAMSTARF

 

INNLENT STARF Í STJÓRNSÝSLU

 

ÚTGÁFA OG SKIPULAGNING VIÐBURÐA