Séð til Dyrfjalla út Jökuldal með efnilegt lítið grenitré í forgrunni. Ljósmynd: Pétur HalldórssonHrólfsstaðir á Jökuldal eru í eigu Guðmundar Ólasonar og fjölskyldu en einkum er það sonurinn Haukur sem nú sinnir skógræktinni. Hann hefur unnið að gróðursetningu frá ellefu ára aldri.

Þegar gerður var skógræktarsamningur var þarna rakt mólendi og rýrir melar sem nú hafa breyst í gróskumikið gróðurlendi.

Haukur Guðmundsson vinnur mest að skógræktinni á Hrólfsstöðum. Hér er hann við gróðursetningu. Ljósmynd: Auður JónsdóttirSkógræktarsvæðið er um 110 hektarar og fyrst var gróðursett árið 1999. Nú hafaverið gróðursettar yfir 202 þúsund plöntur af 14 tegundum en mest er um rússalerki  g stafafuru, greni og alaskaösp.

Þótt Jökuldalur liggi hátt er árangurinn mjög góður og nú þegar er farið að taka efni í girðingarstaura úr skóginum. Á efri myndinni sést út Jökuldal til Dyrfjalla og í forgrunni efnilegt greni á Hrólfsstöðum. Á hinni myndinni er Haukur Guðmundsson við gróðursetningu.