Pinus sibirica (Pinus cembra)

Hæð: Miðlungs stórt tré, ætti að geta náð a.m.k. 20 m hérlendis

Vaxtarlag: Einstofna, beinvaxið tré með breiða, keilulaga krónu, fimm nálar í knippi

Vaxtarhraði: Hægur

Landshluti: Víða um land, síst þó í lágsveitum á S- og V-landi

Sérkröfur: Miðlungs skuggþolin í æsku en þarf svo fulla birtu

Styrkleikar: Afar formfagurt tré, gott frostþol, viður, sjálfsáning

Veikleikar: Hægur vöxtur, næmi fyrir sveppsjúkdómnum furubikar eða furugremi (Gremmeniella abietina)

Athugasemdir: Lindifura og sembrafura (Pinus cembra) eru náskyldar og nauðalíkar tegundir. Engin sérstök ástæða virðist vera til að greina á milli þeirra í íslenskri skógrækt. Lítið gróðursett lengst af en gróðursetning hefur verið talsverð frá aldamótum. Skemmdir af völdum furubikars virðast vera að aukast á SV-landi.