Víðir (fræðiheiti Salix) er ættkvísl um 400 tegunda trjáa og runna af víðiætt (Salicaceae). Þær vaxa aðallega í rökum jarðvegi á köldum og tempruðum svæðum á norðurhveli jarðar.

Meira um

Auðvelt er að fjölga flestum víðitegundum með græðlingum. Víðir er oft gróðursettur á árbökkum til að verja bakkana fyrir vatnsrofi. Oft eru rætur víðis miklu lengri en stofninn. Rætur víðis eru mjög umfangsmiklar og frekar á vatn og geta stíflað framræslu- og holræsakerfi. Nokkrar tegundir víðiættar teljast innlendar á Íslandi. Það eru gulvíðir, loðvíðir, fjallavíðir, öðru nafni grávíðir (Salix arctica) og hin örsmáa tegund grasvíðir (Salix herbacea). Hér eru tíundaðar þær víðitegundir sem mest hafa verið notaðar og reyndar í skógrækt hérlendis.