HKennaranámskeið um flæðinám í ágúst 2009ugmyndin á bak við Lesið í skóginn er að þekking og reynsla byggist upp meðal starfsmanna einstakra skóla í að nota skóginn í skólastarfi.

Rágjöf og stuðningur er mjög mikilvægur í þróun útináms í skógi. Þá þarf að koma á móts við þarfir starfsfólk þegar það er tilbúið til að bæta við sig þekkingu og stíga ný skref í þróuninni. Gagnvart þeim sem komnir eru með töluverða og mikla reynslu og þekkingu þarf að þróa nýja fræðslu og verkefni svo útinámið vaxi áfram.

Stöðvafræðslan sem notuð hefur verið frá upphafi gerir ráð fyrir að settar séu upp fjölbreyttar fræðslustöðvar sem ætlað er að auka áhuga, skilning og færni starfsfólks við að vinna með nemendum að verkefnum sem tengjast markmiðum aðalnámskrár grunnskóla, öllum fögum hans og aldursstigum.

Reynt er eftir fremsta megni að láta námið fara fram í formi þátttökunáms og að það sé líka skemmtilegt. Reynt er að staðsetja einstakar stöðvar þar sem umhverfið hentar best og dreifa þeim sem víðast um skóginn til að starfsfólk fái sem besta yfirsýn yfir skóginn og kynnist honum sem best. Val á stöðvum ræðst af því hvernig gengur að manna einstakar stöðvar hverju sinni en leitað er að fagfólki til að sjá um hverja stöð.

Dæmi um stöðvar

Eldstöðin: Farið er í gegnum allt er lýtur að útieldun, eldivið, bálstæði og umgengni við eldinn.

Stærðfræði í skógi: Farið í gegnum gamlar og nýjar aðferðir við mælingar í skógi.

Saga skógarins og skipulag: Fjallað er um sögu grenndarskógarins, kortlagningu, helstu einkenni og möguleika hans fyrir skólastarf. Rætt um hvernig skipuleggja má nýtingu einstakra svæða, koma upp efnisbanka, fjölga tegundum og vernda einstök svæði.

Grisjun og umhirða: Fræðsla um skógarhirðu og grisjun svo nemendur og starfsfólk geti komið að þeirri vinnu í þeim tilgangi að auðvelda efnisöflun og auka virðingu fyrir trjánum sem lífverum og vistkerfi skógarins.

Aðstaða og búnaður: Farið yfir hvernig má byggja upp einfalda aðstöðu og þess gætt að hún sé felld vel að umhverfinu. Bent er á notkun bolviðar, torfs og grjóts. Skoðað er hvers konar áhöld og búnað skólinn þarf að koma sér upp til að létta útinámi og hvernig megi geyma hann í skóginum og eða flytja á milli.

Víkingaleikir: Bent á nokkra leiki þar sem efni í þá er sótt í grenndarskóginn með grisjun og hvernig nemendur geta komið að því að útbúa það.

Upplifun og sköpun: Unnið er með skynjun og upplifun og hvernig má nýta skógarumhverfið á fjölbreyttan og skapandi hátt og tengja það ólíkum námsgreinum.

Aðferðir og áherslur í útinámi: Farið í undirstöðuatriði útinámsaðferðanna og hvað greinir þær frá hefðbundnu bekkjarnámi í skólastofunni. Bent er á ýmsar aðferðir og verkefni sem nota má til að auka gleði, áhuga og virkni nemenda.

Vistkerfi skógarins: Fjallað um heilbrigði skógarins og hvernig skordýr, fuglar, trjátegundir, jarðgerðir og botngróður mynda vistfræðilegar heildir og hafa áhrif á hver aðra. Einnig er fjallað um almenn áhrif skógarins á líðan og lífsgæði.

Grunnnámskeið:

Lesið í skóginn með skólum

Kennaranámskeið um flæðinám í ágúst 2009Lesið í skóginn  hefur haft formlegt samstarf við menntasvið og umhverfissvið Reykjavíkurborgar og Háskóla Íslands frá árinu 2003. Megináherslan hefur verið frá upphafi á stuðning og fræðslu fyrir starfandi grunnskólakennara og grunnskólanema við HÍ. Á námskeiðum sem sett eru upp fyrir einstaka skóla er gert ráð fyrir þátttöku alls starfsfólks skólans. Námskeiðin í HÍ hafa verið haldin sem 5 eininga valnámskeið á menntavísindasviði og hafa nemendur af öðrum brautum en grunnskólakennarbraut, s.s. leikskóla-, þroskaþjálfa- og tómstundabraut, einnig nýtt sér þau. Nemendur hafa komið víða af landinu og það er fyrst og fremst í gegnum þá nemendur sem áherslur Lesið í skóginn hafa verið teknar upp í einstökum skólum. Grenndarskógur Háskóla Íslands er í Öskjuhlíð.

Þróunarverkefni var unnið í samstarfi við 7 skóla á landinu á árunum 2004-2006 og var tekið mið af reynslunni úr Reykjavík. Þar var unnið skipulegar en áður, m.a. gerðar kröfur um nánari tengsl við stjórnendur skólanna og innra skipulag og að reynslu væri safnað saman með skilvirkari hætti en áður, þar sem eitt af markmiðunum var að koma reynslunni til annarra með leiðbeiningum og nemaverkefnum í einstökum fögum í veftæku form. Skólarnir voru Andakílsskóli, Kleppjárnsreykjaskóli og Varmalandsskóli í Borgarfirði, Hrafnagilsskóli í Eyjafjarðarsveit, Hallormsstaðaskóli á Héraði, Flúðaskóli og Laugarnesskóli í Reykjavík. Gerður var samstarfssamningur við hvern skóla og málum fylgt eftir með fræðslu, netsamskipum, heimsóknum og fundum. Margir skólar á landinu hafa komið sér upp grenndarskógi og þeim fer fjölgandi.

Tálgun.

Lesið í skóginn - tálgað í tré

Á grunnnámskeiðinu lærir þú að lesa í margbreytileg form trjánna og velja efni til ólíkra nota. Þú vinnur með ferskan við með hníf og exi, lærir að brýna og hirða bitverkfæri. Þú lærir tækni sem er örugg, létt og afkastamikil. Fjallað er um einkenni og eiginleika íslenskra viðartegunda og undirstöðuatriði viðarfræði, skógarvistfræði og skógarhirðu. Þú kynnist
íslenskri skógræktarsögu og skógarmenningu.  Fjallað er um ýmsar þurrkunaraðferðir og geymslu viðar. Gerðir eru nokkrir nytjahlutir eða gripir og bent á ýmsa aðra nýtingarmöguleika.