•                                             Rafrænt dagatal
                                               Skógræktarinnar 2021

                                                                                              Meira

   

Fréttir

16.04.2021
15.04.2021
12.04.2021
06.04.2021
 • Sendu okkur
  HUGMYND

  Lúrir þú á góðri hugmynd um skógræktarverkefni eða eitthvað annað sem snertir vernd skóga og ræktun, afurðir úr skógum, kolefnismál, útivist í skógi, handverk og hönnun eða bara hvað sem er? Finnst þér eitthvað vanta á vef Skógræktarinnar? Fannstu eitthvað sniðugt eða fróðlegt á vefnum sem þú vilt koma á framfæri eða ertu með hugmynd að viðburði í skógi? Láttu okkur vita.

  Hugmyndahnappur

   

Viðburðir fram undan

Myndbönd um skóga og skógrækt

Stafafura er ekki ágeng tegund og auðvelt er að hafa hemil á sjálfsáningu hennar. Langtímarannsókn á sjálfsáningu innfluttra trjátegunda bendir ekki til þess að íslenskri náttúru stafi hætta af stafafuru eða öðrum innfluttum trjátegundum. Stafafura er hins vegar mjög góð tegund til að græða upp land og í ljós kemur að birki og stafafura þrífast vel saman.

Þetta er meðal fyrstu niðurstaðna í langtímarannsókn sem hlaut styrk frá National Geographic stofnuninni í Bandaríkjunum árið 2015. Henni stýrir bandaríski vistfræðingurinn Dennis Riege og síðasta sumar var hann hér við skógmælingar fimm árum eftir að rannsóknin hófst ásamt Christine M. Palmer, dósent við Castleton-háskólann og doktor í líffræði. Hún nýtur Fulbright-styrks til rannsókna á trjávexti á Íslandi. Dennis Riege er prófessor við Maryland-háskóla í Bandaríkjunum.

Sjá meira

 

Þetta myndband sýnir hvernig nýta má lúpínu til að koma birkiskógi í rofið land með umhverfisvænum hætti og byggja upp það fjölbreytta vistkerfi sem einkennir íslensku birkiskógana.

Grásteinsheiði og Grjótháls eru suður og upp frá Húsavík í 200-300 m hæð yfir sjávarmáli. Landið er illa rofið eftir aldalanga ofbeit, rofabörð eru virk og gróður eyðist. Engin gróðurframvinda er á melunum þrátt fyrir 30 ára beitarfriðun. Svona land losar mikinn koltvísýring út í andrúmsloftið og er því hluti loftslagsvandans. Lúpínu var sáð í nokkra mela árið 1993. Hún hefur síðan breiðst hægt út. Lúpínan er orðin gisin þar sem hún hefur verið lengst. Lúpínan hopar en skilur ekki eftir sig mikla grósku, nema þar sem birki var gróðursett nokkrum árum eftir að lúpínunni var sáð. Þar heldur lúpínan velli. Og birkið vex þar líka vel, sem það gerir ekki í grenndinni þar sem það hefur veirð gróðursett án lúpínunnar. Loðvíðir og fleiri tegundir sá sér í svæðið þar sem lúpínunnar nýtur við. Samspil lúpínu og birkis skapar því öfluga framvindu. Ljóst er að þarna er að myndast birkiskógavistkerfi með því fjölbreytta lífi sem því fylgir. Ljóst er einnig að búið er að snúa kolefnislosun í mikla kolefnisbindingu í gróðri og jarðvegi. Þarna bíða 2000 hektarar eftir því að fá að gera sama gagn og hundruð þúsunda hektara á landinu öllu.

This video shows how eroded land in Iceland can be converted to native birch woodlands in an eco-friendly way with the help of lupin.

Graystone Heath lies south of the village of Húsavík in North Iceland at elevations of 200-300 m a.s.l. The area is badly eroded after centuries of overgrazing. Erosion is still active and vegetation decreases. Plants are not seeding into the eroded areas despite 30 years og protection from grazing. Land like this releases CO2 into the atmosphere and is part of the climate problem. The nitrogen fixing Nootka lupine was seeded into part of the area in 1993. It has since spread slowly. The lupine halts erosion and starts to build up soil. It eventually declines, but on this site it does not lead to a great increase in soil fertillity. Except where birch was planted a few years after the lupine was sown. There, the lupine remains strong. And the birch grows well, which it does not do without the lupine. Willows and other plant species seed themselves into the developing ecosystem, helped by the synergy between birch and lupine. Clearly, a birch woodland is developing with all the biodiversity and productivity that goes along with that. Also clearly, carbon release has turned to net carbon sequestration in vegetation and soil. Another 2000 hectares in the area are waiting to do the same good and hundreds of thousands of hectares in all of Iceland.