•                                                                                    Rafrænt dagatal
                                                                                      Skógræktarinnar 2021

                                                                                                                                                                                           Meira

   

Fréttir

01.12.2020
26.01.2021
26.01.2021
25.01.2021
 • Vinnulag vegna COVID-19

  Skógarþjónusta Skógræktarinnar hefur gefið út viðbragðsáætlun og vinnulag vegna starfa skógræktarráðgjafa og dreifingarstöðva. Annasamur tími er fram undan með verkefnum í vor og sumar. Gróðursetningu verður ekki frestað, né öðrum verkefnum, og því ber okkur öllum að fara að öllu með gát við störf og samskipti.

  Vinnulag vegna plágunnar

   

Viðburðir fram undan

Myndbönd um skóga og skógrækt

Víða eru stórkostleg tækifæri til að breiða út birkiskóglendi. Sums staðar nægir að girða land af og leyfa birkinu að sjá um sig sjálft. En flýta má fyrir útbreiðslunni með því að hlúa að landinu og gróðursetja birkið í skika hér og þar. Þá verða fljótt til fræbankar því birkiplöntur byrja snemma að sá sig út, aðeins nokkrum árum eftir gróðursetningu. Fyrir landnám uxu birkiskógar á gosbeltinu sem drógu mjög úr áhrifum öskugosa á gróðurhulu landsins. Ósjálfbær landnýting varð til þess að birkið hvarf. Eftir stóð lággróður sem kafnaði auðveldlega þegar öskufall varð vegna eldsumbrota. Þá hófst uppblástur og jarðvegseyðing. En Eyjafjallajökulsgosið 2010 skemmdi ekki birkið á Þórsmörk. Þvert á móti komu næringarefni með öskunni og hún nýttist í skóginum í stað þess að fjúka til og frá. Birkiskógurinn hlífði landinu. Leyfum landinu að klæðast skógi á ný.
#birki #birkiskógur #skógrækt #landgræðsla

Prófanir Skógræktarinnar og fjarkönnunarfyrirtækisins Svarma á notkun dróna með LiDAR-tækni til skógmælinga lofa mjög góðu. Ljóst er að tæknin getur nýst mjög vel við að meta lífmassa í skógi og þar með kolefnisbindingu. Gögnin sem mælingarnar gefa sýna til dæmis hæð einstakra trjáa í skóginum með nokkurra sentímetra nákvæmni. Frá þessu er sagt í þessu myndbandi Skógræktarinnar.

 

Aðalsteinn Sigurgeirsson, fagmálastjóri Skógræktarinnar, leiðbeinir hér um meðhöndlun fræja af greni og stafafuru, hvernig fræjum er náð úr könglunum með klengingu og hvernig fólk getur borið sig að við sáningu fræjanna beint í jörð.

Fræ sem þroskast á furu- og grenitrjám á Íslandi eru verðmæt fyrir margra hluta sakir. Þau þroskast á trjám sem hafa náð að vaxa upp og þroskast við íslenskar aðstæður en veikari einstaklingar, sem voru síður aðlagaðir aðstæðum hér, hafa flokkast frá. Slík þróun er aðferð náttúrunnar til að viðkomandi tegund komist af á tilteknum stað eða svæði. Með því að nota fræ af íslenskum trjám er því líklegt að fá megi góðan efnivið til að rækta trjáplöntur til skógræktar í gróðrarstöðvum eða til að sá fræinu beint í jörð. Leiðbeiningar um söfnun greni- og furufræja er að finna í tveimur öðrum fræðslumyndböndum Skógræktarinnar.
Í þessu myndbandi fá áhorfendur að sjá hvernig má klengja má köngla greni- og furutrjáa með því að nota sérstaka þurrkara, bakarofna, ylinn frá miðstöðvarofni eða einfaldlega stofuhita og þolinmæði. Til að opna könglana sem eru tregastir til má nota heitt vatn í stutta stund og þurrka síðan könglana. Aðalsteinn lýsir þessu öllu saman skilmerkilega og sýnir líka hvernig hann sáir fræi barrtrjáa beint í jörð. Þar þarf að huga vel að fræseti og að reyna að hindra að fræið fjúki í burtu eða frostlyfting fyrirkomi trjáplöntunum ungum.