• Loftslagsávinningur
  norrænu skóganna

  Fræðslubæklingur

  Lesa meira

Fréttir

18.01.2019
16.01.2019
09.01.2019
07.01.2019
 • Sögur úr skógrækt

  Skógrækt og hunangsframleiðsla
  Skipulagðir eru 122 hektarar til skógræktar á Galtalæk í Biskupstungum og gróðursettar hafa verið um 350 þúsund plöntur. Auk skógræktar er þar líka stunduð býflugnarækt og gengur vel.

  Meira um Galtalæk

  Fleiri sögur úr skógrækt

Viðburðir fram undan

Myndbönd um skóga og skógrækt

Lagning skógarvega eða -slóða er mikilvægur hluti af skógræktarstarfinu. Góðar leiðir um skóginn gera kleift að hirða vel um hann og með vegagerðinni er líka lagður grunnur að skógarnytjum í fyllingu tímans. Víða er undirlag gróft, grjót og jafnvel rætur í jarðvegi. Með grjótmulningsvélum sem tengdar eru við dráttarvélar má mylja undirlagið og slík tæki gera vega- og slóðagerð í skógi mun auðveldari.

Í þessu myndbandi sést hvernig Sveinn Ingimarsson vélamaður lagfærir grýttan og ósléttan fjallveg með mulningsvélinni. Myndirnar eru teknar á Fljótsdalsheiði og sýna vel möguleika vélarinnar, möguleika sem einnig má nýta við vega- og slóðagerð í skógi.

„Skógrækt er ekkert öðruvísi en hefðbundinn landbúnaður, eftir því sem þú sinnir honum meira því betri verður hann.“ Þetta segir Lárus Heiðarsson, skógarbóndi á Droplaugarstöðum í Fljótsdal og skógræktarráðgjafi hjá Skógræktinni. Sé ætlunin að rækta gæðatimbur verði að sinna skóginum snemma með tvítoppaklippingu og snyrtingu. Lárus er skógfræðingur og framarlega hjá Skógræktinni við ráðgjöf um hvers kyns skógarumirðu. Skógurinn hans ber vott um kunnáttu og metnað við nytjaskógrækt á íslenskri bújörð.

Landssamtök skógareigenda (LSE) eru regnhlífarsamtök sem sameina skógarbændur landsins í ein búgreinasamtök. Tilgangur samtakanna er að byggja upp atvinnugreinina skógrækt, skógarbændum til hagsbóta og að vera málsvari þeirra sem stunda skógrækt á bújörðum. LSE eru samtök fimm aðildarfélaga, Félags skógareigenda á Suðurlandi, Félags skógarbænda á Vesturlandi, Félags skógarbænda á Vestfjörðum, Félags skógarbænda á Norðurlandi og Félags skógarbænda á Austurlandi.