Larix decidua x sukaczewii

Hæð: Stórt tré, óvíst með endanlega hæð

Vaxtarlag: Beinvaxið tré með miðlungsbreiða krónu

Vaxtarhraði: Mjög mikill í æsku

Landshluti: Víða um land

Sérkröfur: Ljóselsk tegund

Styrkleikar: Vex ótrúlega hratt í rýrum jarðvegi, gott frostþol vor og haust

Veikleikar: Ekki löng reynsla af blendingnum en lofar mjög góðu, ekki síst á svæðum á S- og V-landi þar sem rússalerki þrífst illa

Athugasemdir: Hrymur er útkoma kynbótastarfs á vegum Skógræktarinnar sem hófst á tíunda áratug síðustu aldar. Nú er áhersla á að auka fræframleiðslu og freista þess að koma Hrym í meiri notkun