Lat. Heringocrania unimaculella

Lífsferill

Birkikemba (Heringocrania unimaculella) er tiltölulega nýtt meindýr hérlendis. Hún er orðin útbreidd um efri hluta Ölfuss, hefur fundist á höfuðborgarsvæðinu og hefur verið að breiðast vestur og norður um land. Birkikemba er fiðrildategund og er það lirfan sem veldur skaða. Kvenfiðrildin verpa eggjunum undir yfirhúð laufblaða snemma sumars. Þar klekjast þau út í blaðholdinu og lirfurnar nærast á því. Fullvaxin lirfa púpar sig í jörðu og bíður næsta vors.

Tjón

Talsverð lýti geta verið að skemmdum og ekki er ólíklegt að birkikemba hafi áhrif á vöxt birkisins.

Varnir gegn skaðvaldi

Þar sem lirfan lifir inni í laufinu er erfitt að beita vörnum, líkt og skordýraeitri, þar sem efnið þarf að komast í snertingu við lirfuna. Verið er að kanna möguleikann á innflutningi á náttúrulegum óvini birkikembunnar.