Áhrif umhverfisþátta á vöxt og viðgang skóga.

Verkefnið fjallar um áhrif umhverfisþátta á vöxt og viðgang skóglenda á Íslandi með sérstakri áherslu á elstu skóga landsins, birkiskógana. Árhringir birkis eru rannsakaðir og bornir saman við ýmsa umhverfisþætti t.d. veðurfarsgögn, en einnig eru áhrif skordýra og snöggra veðurfarsbreytinga á vöxt trjánna kannaður.

Birst hafa þrjár alþjóðlegar greinar í tengslum við verkefnið, um tíðni og stærð snjóflóða í Fnjóskadal og Erdalen í Noregi. Einnig er unnið í alþjóðlegu samstarfsverkefni um uppruna og rekleiðir viðarreka við Íshafsstrendur með rannsóknaraðferðum árhringjafræða.

Unnið er að tveimur EFTA („European Economic Area (EEA) grant“) verkefnum á Mógilsá í samstarfi við Búlgaríu og Rúmeníu.

2016-17: Haldið var áfram þátttöku í COST verkefninu FP1106 um áhrif veðrabreytinga á vöxt og viðgang trjágróðurs, því lauk um mitt ár 2016. Einnig var unnið ötullega í samstarfsverkefnum við Búlgaríu og Rúmeníu, kostnaðurinn við þau verkefni er að mestu greiddur með styrkjum, bæði vinnulaun og annar kostnaður.

2018: Lokaskýrslum var skilað vegna EFTA verkefna um mitt ár 2017 og voru þær samþykktar í desember sama ár. Í lok desember 2017 bárust lokagreiðslur verkefnanna til Skógræktarinnar kr 2,1 miljón. Það fjármagn um fara í vinnu við skrif á alþjóðlegum greinum og kynningu á verkefnunum á ráðstefnum erlendis.

Rannsóknarsvið

Skógur og loftslagsbreytingar

Tengiliður Skógræktarinnar

Ólafur Eggertsson