Áhrif umhverfisþátta á vöxt og viðgang skóga.

Verkefnið fjallar um áhrif umhverfisþátta á vöxt og viðgang skóglenda á Íslandi með sérstakri áherslu á elstu skóga landsins, birkiskóganna. Meðal annars eru árhringir birkis rannsakaðir og bornir saman við ýmsa umhverfisþætti t.d. veðurfarsgögn. Einnig eru áhrif skordýra og snöggra veðurfarsbreytinga á vöxt trjánna rannsakaðir.

2019: Unnið var úr gögnum frá Ranaskógi og niðurstöður kynntar á Fagráðstefnu skógræktar. Erlendur nemandi kláraði BS ritgerð um vöxt og viðgang reyniviðar í Ranaskógi.

2020: Áframhaldandi feltvinna og úrvinnsla gagna úr elstu skógum landsins. Gert er ráð fyrir greinaskrif og kynningum á niðurstöðum á ráðstefnum auk birtinga í alþjóðlegum vísindagreinum meðal annars um reyniviðinn í Ranaskógi

 

Rannsóknarsvið

Loftslagsdeild

Tengiliður Skógræktarinnar

Ólafur Eggertsson