Abies nordmanniana

Hæð: Stórvaxið tré í heimkynnum sínum, óvíst með hæð hérlendis

Vaxtarlag: Einstofna tré með breiða, keilulaga krónu

Vaxtarhraði: Hægur hérlendis

Hvaða landshluta: Einkum um sunnanvert landið

Sérkröfur: Þarf skjól í æsku, helst skerm hávaxnari trjáa, þarf frjósaman jarðveg

Styrkleikar: Skuggþolin tegund

Veikleikar: Haustkal, ekki frumherjategund

Athugasemdir: Nordmannsþinur er jólatréð sem mest er flutt inn og því sá þinur sem hvað flestir Íslendingar kannast best við. Hann er almennt of suðlægur fyrir okkar skógrækt en örfá tré eru að komast á legg, t.d. á Mógilsá og Stálpastöðum. Tegundin er nefnd eftir finnska náttúrufræðingnum  Alexander von Nordmann (1803–1866), prófessor í grasafræði í Oddessa Rússlandi og forstöðumaður grasagarðsins í Odessa. Því er rétt að skrifa heiti tegundarinnar með d en ekki ð eins og gjarnan er gert