Picea mariana

Hæð: Fremur lítið tré, gæti náð allt að 15 m hérlendis

Vaxtarlag: Einstofna, beinvaxið tré með mjóa krónu

Vaxtarhraði: Mjög hægur

Hvaða landshluta: Víða um land

Sérkröfur: Ekki gróðursetja í rýra lyngmóa

Styrkleikar: Gott frostþol, þolir blautan jarðveg

Veikleikar: Hægur vöxtur, lítil reynsla

Athugasemdir: Hægur vöxtur veldur því að lítill áhugi hefur verið á að gróðursetja svartgreni, þótt harðgert sé. Kvæmi frá Klettafjöllum vaxa hraðar en kvæmi frá Alaska en engin kerfisbundin kvæmaleit hefur farið fram