Starfsáætlun um framkvæmd starfsmannastefnu skal gera annað hvert árAnnað hvert ár ber stofnuninni að gera starfsáætlun um framkvæmd starfsmannastefnu í tengslum við gerð starfs- og fjárhagsáætlana og kynna hana starfsmönnum. Þar komi fram hvernig áformað er að vinna á grundvelli starfsmannastefnunnar og hvaða aðgerðir eru fyrirhugaðar í þeim tilgangi. Í lok hvers árs skal meta hvernig til hefur tekist.

Mannauðsstjóri hefur umsjón með starfsmannamálum Skógræktarinnar, gætir þess að samræmis sé gætt og að heildarhagsmunir ráði ákvörðunum í starfsmannamálum. Mannauðsstjóri setur nánari reglur og leiðbeiningar um útfærslu starfsmannastefnunnar og fylgist með framkvæmd hennar.