Picea engelmanni

Hæð: Stórt tré, gæti náð a.m.k. 25 m hæð hérlendis

Vaxtarlag: Einstofna, beinvaxið tré með fremur mjóa, keilulaga krónu

Vaxtarhraði: Oftast fremur lítill

Landshluti: Víða um land, síst í lágsveitum á S- og V-landi

Sérkröfur: Ekki gróðursetja í rýra lyngmóa

Styrkleikar: Sæmilegt frostþol, formfegurð, jólatré, blátt barr

Veikleikar: Sitkalús

Sem jólatré: Blágreni er snoturt tré en heldur hægvaxta fyrir timburframleiðslu og getur verið helst til krónumjótt sem jólatré. Gott garðtré og getur verið ljómandi jólatré. Viðkvæmt fyrir þurrki en heldur barrinu nokkru betur en rauðgreni. Hefur fallegan blágrænan lit. Er stundum blendingur við hvítgreni og getur þá haft óþægilega lykt fyrst í stað

Athugasemdir: Blágreni er snoturt tré en heldur hægvaxta fyrir timburframleiðslu og oft helst til krónumjótt sem jólatré. Gott garðtré.