Picea abies

Hæð: Stórt tré, gæti náð a.m.k. 30 m hæð hérlendis

Vaxtarlag: Einstofna, beinvaxið tré með fremur mjóa, keilulaga krónu

Vaxtarhraði: Fremur hægur

Landshluti: Einkum í innsveitum

Sérkröfur: Skjól í æsku, ekki gróðursetja í lyngmóa

Styrkleikar: Gott frostþol vor og haust, viður, jólatré

Veikleikar: Köngulingur, lítið vind- og saltþol

Sem jólatré: Rauðgreni frá Norður-Noregi var mikið gróðursett á Íslandi frá 1950 og fram yfir 1970 en minna síðan. Það vex mjög hægt. Kvæmi frá Suður-Noregi vaxa betur. Í margra huga hið eina sanna jólatré, yfirleitt fallega formað, með fallega grænan lit og ilmar vel. Er viðkvæmt fyrir þurrki en getur haldið barrinu vel ef þess er vandlega gætt að aldrei þorni í á því

Athugasemdir: Rauðgreni frá Norður-Noregi var mikið gróðursett á Íslandi frá 1950 og fram yfir 1970 en minna síðan. Það vex mjög hægt. Kvæmi frá Suður-Noregi vaxa betur.